Heima er best 27. október 2004 00:01 "Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu," segir Áslaug Jónsdóttir, en hún á verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eiginmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöllina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. "Fólk á Íslandi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilisvörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju herbergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur," segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu verslunina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ármúla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smáralind fæst borðbúnaður í miklu úrvali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herbergin í sama stíl. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Verslunin er með 48 mismunandi tegundir af matarstellum. Franspostulínið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskjulaga. Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar. Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meirihlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur. Dýnurnar eru klæðskerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fætur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik. Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi.Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
"Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu," segir Áslaug Jónsdóttir, en hún á verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eiginmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöllina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. "Fólk á Íslandi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilisvörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju herbergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur," segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu verslunina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ármúla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smáralind fæst borðbúnaður í miklu úrvali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herbergin í sama stíl. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Verslunin er með 48 mismunandi tegundir af matarstellum. Franspostulínið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskjulaga. Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar. Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meirihlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur. Dýnurnar eru klæðskerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fætur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik. Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi.Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira