Kerry kvartar og kveinar 27. október 2004 00:01 John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að bandaríska þjóðin eiga skilið að fá leiðtoga sem viti hvernig á að tryggja öryggi landsins. George Bush forseti segir að Kerry skorti framtíðarsýn og kvarti bara og kveini. Baráttan um Hvíta húsið harðnar nú dag frá degi, enda einungis sex dagar þar til bandaríska þjóðin gengur að kjörborðinu og velur sér forseta. Bush og Kerry keppast við að koma skilaboðum sínum til kjósenda og tryggja sér atkvæði þeirra og ljóst er að dagarnir fram að kosningum verða annasamir. Á ferðalagi sínu í Las Vegas hélt Kerry áfram að gagnrýna Bush vegna Íraks. Hann sagði stjórnina hafa haft vörð við byggingamálaráðuneytið og olíumálaráðuneytið þar í landi en ekki við skotfærageymslur, sem ógnuðu öryggi bandarískra hermanna, né nægan liðsafla til að gæta landamæranna. „Nú eru þessi landmæri eins og gatasigti, hryðjuverkamenn streyma að úr öllum áttum og vandræði okkar aukast dag frá degi,“ sagði Kerry. „Annað hvort sér forsetinn þetta ekki eða vill ekki viðurkenna það. Hvort heldur sem er eru Bandaríkin óöruggari fyrir vikið. Vinir mínir, við eigum skilið að fá yfirmann sem veit hvernig á að gera Bandaríkin örugg og vernda hermennina okkar.“ George Bush heimsótti kjósendur í Iowa og gagnrýndi keppinaut sinn fyrir stefnuleysi. Hann kvaðst hafa jákvæða og bjarta sýn á framtíð lamdsins og ítarlega áætlun um sigur í Írak og í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Andstæðingur minn hefur enga áætlun og enga framtíðarsýn - aðeins langan kvörtunarlista. En sá sem er bara vitur eftir á hefur aldrei leitt lið til sigurs,“ sagði Bush. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að bandaríska þjóðin eiga skilið að fá leiðtoga sem viti hvernig á að tryggja öryggi landsins. George Bush forseti segir að Kerry skorti framtíðarsýn og kvarti bara og kveini. Baráttan um Hvíta húsið harðnar nú dag frá degi, enda einungis sex dagar þar til bandaríska þjóðin gengur að kjörborðinu og velur sér forseta. Bush og Kerry keppast við að koma skilaboðum sínum til kjósenda og tryggja sér atkvæði þeirra og ljóst er að dagarnir fram að kosningum verða annasamir. Á ferðalagi sínu í Las Vegas hélt Kerry áfram að gagnrýna Bush vegna Íraks. Hann sagði stjórnina hafa haft vörð við byggingamálaráðuneytið og olíumálaráðuneytið þar í landi en ekki við skotfærageymslur, sem ógnuðu öryggi bandarískra hermanna, né nægan liðsafla til að gæta landamæranna. „Nú eru þessi landmæri eins og gatasigti, hryðjuverkamenn streyma að úr öllum áttum og vandræði okkar aukast dag frá degi,“ sagði Kerry. „Annað hvort sér forsetinn þetta ekki eða vill ekki viðurkenna það. Hvort heldur sem er eru Bandaríkin óöruggari fyrir vikið. Vinir mínir, við eigum skilið að fá yfirmann sem veit hvernig á að gera Bandaríkin örugg og vernda hermennina okkar.“ George Bush heimsótti kjósendur í Iowa og gagnrýndi keppinaut sinn fyrir stefnuleysi. Hann kvaðst hafa jákvæða og bjarta sýn á framtíð lamdsins og ítarlega áætlun um sigur í Írak og í stríðinu gegn hryðjuverkum. „Andstæðingur minn hefur enga áætlun og enga framtíðarsýn - aðeins langan kvörtunarlista. En sá sem er bara vitur eftir á hefur aldrei leitt lið til sigurs,“ sagði Bush.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira