Nornir og forynjur á hrekkjavöku 28. október 2004 00:01 Á sunnudaginn er allra heilagra messa samkvæmt kaþólskum sið, en þá fara nornir, forynjur og hverskyns kynjakvistir á kreik. Það er ekki hefð fyrir því að halda upp á hrekkjavökuna á Íslandi þó Íslendingar sem hafa verið búsettir í útlöndum haldi fast í þessa skemmtilegu hátíð og festi hana gjarnan í sessi í eigin fjölskyldu. Mist Þorkelsdóttir var búsett í Bandaríkjunum um margra ára skeið og hún hefur haldið upp á hrekkjavökuna með stæl síðan hún flutti heim. "Krakkarnir söknuðu hrekkjavökunnar þegar við fluttum til landsins aftur svo við höfum haldið þessu til streitu. Þetta hefur svo undið upp á sig," segir Mist. "Við skreytum allt í hólf og gólf, skerum út grasker og búum til luktir. Það er nú aðallega Sigfús, maðurinn minn, sem hefur það hlutverk, en hann hefur meðal annars gert stórkostlegan Frankenstein og fljúgandi nornir á kústsköftum. Við setjum heimatilbúna legsteina í garðinn og notum köngulóarvefi og köngulær og allan mögulegan óhugnað bæði inni og úti. Annars má ekki segja of mikið," segir Mist og hlær. "Það verður alltaf að vera eitthvað sem kemur á óvart. En það er óhætt að segja að það er ýmislegt á kreiki, þessa heims eða annars." Fjölskylda Mistar tekur þátt í skemmtuninni af lífi og sál og allt frá ungbörnum upp í ömmur og afa mæta til veislu í búningum sem mega að sjálfsögðu ekki vera í prinsessustílnum, heldur þurfa að minna á nornir og afturgöngur. "Unglingarnir fíla það í botn að sjá ömmur og afa í búningum og áherslan er á að hafa þetta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Það kemur auðvitað fyrir að litlar sálir verði smeykar og ríghaldi í foreldra sína, en í anda hrekkjavökunnar finnst okkur það frekar fyndið", segir Mist og hlær nornahlátri. "Nei, nei, svo venjast þau þessu og taka þátt af lífi og sál." Mist segist alltaf bjóða upp á "hrekkjavökumat" þó hann geti verið mismunandi frá ári til árs. "Við erum oftast með eitthvað sterkt eins og til dæmis "hot wings" og fyllt jalapeno. Svo bökum við brauð í líki fingra eða beina og sælgætið er auðvitað allt einhverskonar "Halloween"-nammi eins og ormar og köngulær. Þetta er gríðarlega gaman og ég hvet fólk til að gera eitthvað skemmtilegt úr þessum degi. Okkur Íslendinga vantar svona stuðhátíðir á haustin svo við séum ekki komin með jólin í gang í október, engum til gagns eða gleði." Mist gefur okkur uppskrift að réttum sem hugnast bæði lifendum og "dauðum" á hrekkjavöku. Kjúklingavængir "Buffalo wings"-krydd eða blanda af cayenne-pipar, salti og hvítlauks- eða laukdufti. Aðferð: Vængirnir klipptir sundur á liðamótum og þurrkryddaðir. Látnir í 170 gráðu heitan ofn á grillplötu svo fitan geti lekið af þeim. Mikilvægt er að hafa vængina lengi í ofninum, eða um það bil klukkustund, þar til fitan hefur lekið úr þeim. Þá eru vængirnir settir í ofnskúffu, og mikið af "Buffalo wings" sósunni hellt yfir. Aftur eru vængirnir látnir bakast lengi í sósunni. Að lokum er meiri sósu hellt yfir rétt áður en þeir eru bornir fram. Þetta er ákaflega viðeigandi þar sem vængirnir eru rauðir og mjög sterkir. Karamelluhúðuð epli Lítil epli Karamellusósa 150 g sykur 1 msk. smjör 1 1/2 dl rjómi Aðferð: Sykurinn er brúnaður á þurri pönnu þar til hann verður karamellubrúnn og fer að krauma. Setjið þá smjörið út í og blandið vel. Hellið rjómanum saman við og sjóðið í 4 til 6 mínútur. Litlum prikum er stungið í eplin og þeim dýft í karamellulöginn. Látið harðna á smjörpappírsklæddri bökunarplötu. Mikið lostæti. Sem prik er hægt að nota íspinnaprik, kínverska prjóna eða jafnvel sogrör. Matur Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Á sunnudaginn er allra heilagra messa samkvæmt kaþólskum sið, en þá fara nornir, forynjur og hverskyns kynjakvistir á kreik. Það er ekki hefð fyrir því að halda upp á hrekkjavökuna á Íslandi þó Íslendingar sem hafa verið búsettir í útlöndum haldi fast í þessa skemmtilegu hátíð og festi hana gjarnan í sessi í eigin fjölskyldu. Mist Þorkelsdóttir var búsett í Bandaríkjunum um margra ára skeið og hún hefur haldið upp á hrekkjavökuna með stæl síðan hún flutti heim. "Krakkarnir söknuðu hrekkjavökunnar þegar við fluttum til landsins aftur svo við höfum haldið þessu til streitu. Þetta hefur svo undið upp á sig," segir Mist. "Við skreytum allt í hólf og gólf, skerum út grasker og búum til luktir. Það er nú aðallega Sigfús, maðurinn minn, sem hefur það hlutverk, en hann hefur meðal annars gert stórkostlegan Frankenstein og fljúgandi nornir á kústsköftum. Við setjum heimatilbúna legsteina í garðinn og notum köngulóarvefi og köngulær og allan mögulegan óhugnað bæði inni og úti. Annars má ekki segja of mikið," segir Mist og hlær. "Það verður alltaf að vera eitthvað sem kemur á óvart. En það er óhætt að segja að það er ýmislegt á kreiki, þessa heims eða annars." Fjölskylda Mistar tekur þátt í skemmtuninni af lífi og sál og allt frá ungbörnum upp í ömmur og afa mæta til veislu í búningum sem mega að sjálfsögðu ekki vera í prinsessustílnum, heldur þurfa að minna á nornir og afturgöngur. "Unglingarnir fíla það í botn að sjá ömmur og afa í búningum og áherslan er á að hafa þetta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Það kemur auðvitað fyrir að litlar sálir verði smeykar og ríghaldi í foreldra sína, en í anda hrekkjavökunnar finnst okkur það frekar fyndið", segir Mist og hlær nornahlátri. "Nei, nei, svo venjast þau þessu og taka þátt af lífi og sál." Mist segist alltaf bjóða upp á "hrekkjavökumat" þó hann geti verið mismunandi frá ári til árs. "Við erum oftast með eitthvað sterkt eins og til dæmis "hot wings" og fyllt jalapeno. Svo bökum við brauð í líki fingra eða beina og sælgætið er auðvitað allt einhverskonar "Halloween"-nammi eins og ormar og köngulær. Þetta er gríðarlega gaman og ég hvet fólk til að gera eitthvað skemmtilegt úr þessum degi. Okkur Íslendinga vantar svona stuðhátíðir á haustin svo við séum ekki komin með jólin í gang í október, engum til gagns eða gleði." Mist gefur okkur uppskrift að réttum sem hugnast bæði lifendum og "dauðum" á hrekkjavöku. Kjúklingavængir "Buffalo wings"-krydd eða blanda af cayenne-pipar, salti og hvítlauks- eða laukdufti. Aðferð: Vængirnir klipptir sundur á liðamótum og þurrkryddaðir. Látnir í 170 gráðu heitan ofn á grillplötu svo fitan geti lekið af þeim. Mikilvægt er að hafa vængina lengi í ofninum, eða um það bil klukkustund, þar til fitan hefur lekið úr þeim. Þá eru vængirnir settir í ofnskúffu, og mikið af "Buffalo wings" sósunni hellt yfir. Aftur eru vængirnir látnir bakast lengi í sósunni. Að lokum er meiri sósu hellt yfir rétt áður en þeir eru bornir fram. Þetta er ákaflega viðeigandi þar sem vængirnir eru rauðir og mjög sterkir. Karamelluhúðuð epli Lítil epli Karamellusósa 150 g sykur 1 msk. smjör 1 1/2 dl rjómi Aðferð: Sykurinn er brúnaður á þurri pönnu þar til hann verður karamellubrúnn og fer að krauma. Setjið þá smjörið út í og blandið vel. Hellið rjómanum saman við og sjóðið í 4 til 6 mínútur. Litlum prikum er stungið í eplin og þeim dýft í karamellulöginn. Látið harðna á smjörpappírsklæddri bökunarplötu. Mikið lostæti. Sem prik er hægt að nota íspinnaprik, kínverska prjóna eða jafnvel sogrör.
Matur Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira