Þrjár systur í verslunarrekstri 3. nóvember 2004 00:01 "Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin," segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur samstarfið gengið eins og í sögu. "Okkur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman," segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. "Karlmennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjölskyldan hefur trú á okkur," segir Sigrún. "Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina," bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einkalífið og vinnuna. "Auðvitað dreymir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einkalífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell," segir Stefanía og slær á létta strengi. "Við erum mjög samstilltar. Þetta er vinnan okkar, áhugamálið og bara allt. Við förum saman út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni," bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sérstöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. "Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur.Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
"Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin," segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur samstarfið gengið eins og í sögu. "Okkur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman," segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. "Karlmennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjölskyldan hefur trú á okkur," segir Sigrún. "Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina," bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einkalífið og vinnuna. "Auðvitað dreymir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einkalífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell," segir Stefanía og slær á létta strengi. "Við erum mjög samstilltar. Þetta er vinnan okkar, áhugamálið og bara allt. Við förum saman út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni," bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sérstöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. "Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur.Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira