Menning

Hækkun hámarkshraða

Hækkun á hámarkshraða á norskum vegum hefur ekki fjölgað slysum. Árið 2001 var gerð sú tilraun að hækka hámarkshraða á tveimur vegum til reynslu. Margir voru fullir efasemda um þessa áætlun og héldu að slysum myndi fjölda. Ný skýrsla sýnir að svo er ekki að því er kemur fram í norska blaðinu Aftenposten. Áður var 90 km hraði á klukkustund hæsti hámarkshraði á þjóðvegum landsins. Nú hefur 100 km hraði verið leyfður á fleiri vegum, skilyrði er þó að þeir séu í mjög góðu ástandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.