Launanefndin segist óbundin af miðlunartillögu sáttasemjara 8. nóvember 2004 00:01 Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. Þá segir í yfirlýsingunni að launanefnd sveitarfélaga telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands. Launanefndin beindi því til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir miðlunartillögu sáttasemjara, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. Þá segist launanefndin í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Yfirlýsing Launanefndarinnar sem birtist á heimasíðu Sambands sveitarfélaga:Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu LN og KÍ v/grunnskólans var afgreidd með leynilegri atkvæðagreiðslu eins og lög kveða á um á fundi Launanefndar sveitarfélaga í húskynnum sáttasemjara fyrr í dag og atkvæðin síðan afhent ríkissáttasemjara. Í framhaldinu samþykkti nefndin sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.Yfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara vegna afgreiðslu á miðlunartillögu 8. nóvember 2004: Launanefnd sveitarfélaga telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands um: 1. Takmarkanir á stjórnunarrétti skólastjórnenda gagnvart kennurum varðandi svokallaðan „verkstjórnartíma”.2. Tilfærslu á (94% af) núverandi „launapotti” (til að greiða kennurum vegna álags og ábyrgðar í starfi) til beinnar hækkunar á launatöflu.3. Lækkun kennsluskyldu um 2 kennslustundir á samningstímabilinu.4. Rétt 55 og 60 ára kennara (sem njóta sérstaks kennsluafsláttar) til kennsluyfirvinnu frá fyrstu kennslustund umfram 24/19 kennslustundir.5. Rétt félagsmanna til allt að 2% mótframlags frá vinnuveitanda vegna séreignarsparnaðar. Á 450 manna fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna komu þau sjónarmið ótvírætt fram að miðlunartillagan feli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Þetta varðar sérstaklega stjórnunarrétt yfir vinnu kennara og sveigjanlegt launamyndunarkerfi, auk þess sem að tillagan felur í sér of mikinn kostnaðarauka. Verði þetta fyrirmynd að öðrum kjarasamningum sveitarfélaganna mun það leiða til meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin geta borið og kalla á allsherjarendurskoðun á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem síðan mun leiða til verðbólgu, aukins atvinnuleysis og ógna stöðugleikanum í efnahagslífinu. Sveitarstjórnarmenn töldu einnig umræðuna meðal kennara vera á öðrum nótum en ófrávíkjanlegar kröfur KÍ gefa til kynna. Hvöttu sveitarstjórnarmenn LN til að kanna grundvöll þess að samræma kjarasamningsákvæði kennara varðandi vinnutíma og laun við kjarasamninga annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaganna. Í þessu ljósi hefur Launanefnd sveitarfélaga ákveðið eftirfarandi:1. Launanefnd sveitarfélaga greiðir atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara þrátt fyrir að hún telji þessa tillögu stríða gegn meginmarkmiðum LN - ef þetta samþykki verður til þess að ljúka verkfalli og koma á reglubundnu skólastarfi að nýju.2. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ, telur LN sig óbundna af miðlunartillögunni og er af ofangreindum ástæðum tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem felur í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 3. Launanefnd sveitarfélaga beinir því jafnframt til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir þessa tillögu, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. 4. Launanefnd sveitarfélaga leggur áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Launanefnd sveitarfélaga telur sig óbundna af miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að kennarar felldu hana í allsherjaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu launanefndarinnar segir að nefndin sé tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem feli í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. Þá segir í yfirlýsingunni að launanefnd sveitarfélaga telji að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands. Launanefndin beindi því til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir miðlunartillögu sáttasemjara, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. Þá segist launanefndin í yfirlýsingu sinni leggja áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin. Yfirlýsing Launanefndarinnar sem birtist á heimasíðu Sambands sveitarfélaga:Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu LN og KÍ v/grunnskólans var afgreidd með leynilegri atkvæðagreiðslu eins og lög kveða á um á fundi Launanefndar sveitarfélaga í húskynnum sáttasemjara fyrr í dag og atkvæðin síðan afhent ríkissáttasemjara. Í framhaldinu samþykkti nefndin sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.Yfirlýsing Launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara vegna afgreiðslu á miðlunartillögu 8. nóvember 2004: Launanefnd sveitarfélaga telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara fylgi í aðalatriðum ófrávíkjanlegum kröfum Kennarasambands Íslands um: 1. Takmarkanir á stjórnunarrétti skólastjórnenda gagnvart kennurum varðandi svokallaðan „verkstjórnartíma”.2. Tilfærslu á (94% af) núverandi „launapotti” (til að greiða kennurum vegna álags og ábyrgðar í starfi) til beinnar hækkunar á launatöflu.3. Lækkun kennsluskyldu um 2 kennslustundir á samningstímabilinu.4. Rétt 55 og 60 ára kennara (sem njóta sérstaks kennsluafsláttar) til kennsluyfirvinnu frá fyrstu kennslustund umfram 24/19 kennslustundir.5. Rétt félagsmanna til allt að 2% mótframlags frá vinnuveitanda vegna séreignarsparnaðar. Á 450 manna fjármálaráðstefnu sveitarstjórnarmanna komu þau sjónarmið ótvírætt fram að miðlunartillagan feli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Þetta varðar sérstaklega stjórnunarrétt yfir vinnu kennara og sveigjanlegt launamyndunarkerfi, auk þess sem að tillagan felur í sér of mikinn kostnaðarauka. Verði þetta fyrirmynd að öðrum kjarasamningum sveitarfélaganna mun það leiða til meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin geta borið og kalla á allsherjarendurskoðun á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem síðan mun leiða til verðbólgu, aukins atvinnuleysis og ógna stöðugleikanum í efnahagslífinu. Sveitarstjórnarmenn töldu einnig umræðuna meðal kennara vera á öðrum nótum en ófrávíkjanlegar kröfur KÍ gefa til kynna. Hvöttu sveitarstjórnarmenn LN til að kanna grundvöll þess að samræma kjarasamningsákvæði kennara varðandi vinnutíma og laun við kjarasamninga annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaganna. Í þessu ljósi hefur Launanefnd sveitarfélaga ákveðið eftirfarandi:1. Launanefnd sveitarfélaga greiðir atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara þrátt fyrir að hún telji þessa tillögu stríða gegn meginmarkmiðum LN - ef þetta samþykki verður til þess að ljúka verkfalli og koma á reglubundnu skólastarfi að nýju.2. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ, telur LN sig óbundna af miðlunartillögunni og er af ofangreindum ástæðum tilbúin að leggja fram tillögu að lausn málsins sem felur í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaganna. 3. Launanefnd sveitarfélaga beinir því jafnframt til Kennarasambands Íslands að fresta verkfalli á meðan aðilar fara yfir þessa tillögu, kynna hana og kanna hug félagsmanna KÍ til þessarar lausnar. 4. Launanefnd sveitarfélaga leggur áherslu á að samningsaðilar taki í framhaldinu upp viðræður um endurskoðun á samskiptum og leikreglum við gerð kjarasamninga til að komast hjá því að aftur þurfi að koma til verkfalls grunnskólakennara sem allir tapa á, ekki síst börnin.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira