Lausnin vandfundin á Alþingi? 9. nóvember 2004 00:01 Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara. Telur Pétur að sýnt hafi verið fram á máttleysi launanefndar sveitarfélaganna til að takast á við vandann og sagði ábyrgð menntamálaráðherra mikla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verkefni dagsins vera að bæta kjör kennara svo ásætttanlegt sé fyrir þá að sinna sínum mikilvægu störfum og án þess að slíkir samningar feli í sér ógnun við kærkominn stöðugleika. Hún vill að aðilar sitji við samingaborðið svo lausn fáist hið fyrsta. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni sagði ekkert að finna í ræðu menntamálaráðherra sem liðkað gæti fyrir lausn verkfallsins. Hjálmar Árnasson Framsóknarflokki fullyrti að samfélagið héldi kennarastéttinni að mörgu leyti í gíslingu. Hann vísar þar m.a. til yfirlýsinga frá ýmsum verkalýðsfélögum og samtökum þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum vakti athygli á því að kennarar lögðu fram viðræðuáætlun sína í janúar síðastliðnum og að samningarnir hafi verið lausir í mars. Auk þess hafi þeir lagt fram tilboð um samning til eins árs til að reyna að forða verkfalli en ekki hafi verið tekið í þá „útréttu hönd“. Hægt er að hlusta á brot úr umræðunum með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara. Telur Pétur að sýnt hafi verið fram á máttleysi launanefndar sveitarfélaganna til að takast á við vandann og sagði ábyrgð menntamálaráðherra mikla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verkefni dagsins vera að bæta kjör kennara svo ásætttanlegt sé fyrir þá að sinna sínum mikilvægu störfum og án þess að slíkir samningar feli í sér ógnun við kærkominn stöðugleika. Hún vill að aðilar sitji við samingaborðið svo lausn fáist hið fyrsta. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni sagði ekkert að finna í ræðu menntamálaráðherra sem liðkað gæti fyrir lausn verkfallsins. Hjálmar Árnasson Framsóknarflokki fullyrti að samfélagið héldi kennarastéttinni að mörgu leyti í gíslingu. Hann vísar þar m.a. til yfirlýsinga frá ýmsum verkalýðsfélögum og samtökum þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum vakti athygli á því að kennarar lögðu fram viðræðuáætlun sína í janúar síðastliðnum og að samningarnir hafi verið lausir í mars. Auk þess hafi þeir lagt fram tilboð um samning til eins árs til að reyna að forða verkfalli en ekki hafi verið tekið í þá „útréttu hönd“. Hægt er að hlusta á brot úr umræðunum með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira