Menning

Stærsti hamborgari í heimi

Denny´s Beer Barrel, krá í Clearfield í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum, er heimili stærsta hamborgara í heimi. Þessi risahamborgari er kallaður Ye Olde 96er fyrir þá sem vilja spreyta sig á honum og hann kostar rúmlega 1.600 íslenskar krónur. Borgarinn inniheldur tæplega þrjú kíló af kjöti og rúmlega eitt kíló af meðlæti. Á borgaranum eru tveir tómatar, hálfur kálhaus, tólf sneiðar af amerískum osti, bolli af niðurskorinni papriku og tveir laukar. Fyrir þá sem eru ekki glorsoltnir býður Denny´s einnig upp á smærri borgara sem eru tæplega eitt kíló og tvö kíló.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.