Menning

Kassi á fjórum hjólum

"Fyrsti bíllinn átti raunasögu hér á landi og leist fólki ekkert á þetta fyrirbæri," segir Sigurður Hreiðar en sá bíll var kallaður Thomsen bíllinn þar sem hann var í eigu Ditlev Thomsen sem fékk leyfi til að flytja hann til landsins. Bíllinn var ófullkominn og hentaði engan veginn fyrir íslenska vegi og var sendur út aftur. Hinsvegar er öldin önnur í dag og nú getur fólk ekki lifað án bílsins. "Við þurfum nú ekki annað en að hugsa til þess hvernig allt væri hérna ef bílnum yrði kippt í burtu," segir Sigurður Hreiðar og brosir. "Ég staðhæfi að ekkert eitt tæki hefur breytt íslensku þjóðlífi eins mikið og bíllinn hefur gert, og held ég að enginn treysti sér að andmæla því," segir Sigurður Hreiðar sem sjálfur er mikill bílakarl eins og gefur að skilja. "Ég er nú ekki einn af þeim sem er að eignast bíla og gera mikið við þá. Ég á yfirleitt aldrei nema einn bíl í einu," segir Sigurður Hreiðar sem ekur nú á Renault Laguna. "Það er bíll sem hentar mér afskaplega vel og er hann þægilegur og góður í rekstri, en það eru nú eiginlega þær kröfur sem ég geri til bíls," segir Sigurður Hreiðar og minnist á að bíllinn hefur í grundvallaratriðum lítið breyst í gegnum söguna. "Vélin er með mjög svipuðum hætti þó að aflútfærslan til hjólanna hafi kannski tekið svolitlum framförum. Í grunninn er þetta bara kassi á fjórum hjólum," segir Sigurður Hreiðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.