Menn eiga að hlýða lögum 17. nóvember 2004 00:01 Í lögum eru ákvæði um viðurlög sem geta komið til greina ef fjarvera kennara undanfarna daga telst brot á lögum. Starfsmanni er t.d. skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tíma sem hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla og hlíta því að dregið sé af launum sem því nemur. Einnig getur komið til brottvikningar um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Óljóst er hvort skólayfirvöld muni ganga svo langt að krefjast refsingar yfir þeim kennurum sem hafa gerst brotlegir við lög. Verkföll og aðrar aðgerðir til að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög ákveða eru óheimil samkvæmt lögum ríkisstjórnarinnar sem sett voru til að stöðva verkfall kennara. Sigurður Líndal lagaprófessor segir ljóst að verkfallið hafi verið bannað og kennarar verði því að sanna veikindi sín með læknisvottorði og eigi þá þann rétt. Annars sé um lagabrot að ræða. "Auðvitað er óþolandi að menn komist upp með að brjóta lögin jafnvel þó að þeir séu á móti lögunum. Menn eiga að hlýða lögunum. Ég held að það sé mjög sjaldgæft að menn brjóti svona lög," segir Sigurður. "Mér finnast þessi hópveikindi ekki mjög sannfærandi. Þó að kennarar segist vera miður sín og illa farnir á taugum þá trúi ég því ekki að þeir séu svona illa farnir. Það er ekki eins og það sé verið að svelta þá. Ef þeir syltu og þyrftu að leggjast í ólöglegar aðgerðir til að bjarga lífi sínu þá gildir kannski öðru máli en ég held það sé kannski óþarfi að velta slíku fyrir sér." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira
Í lögum eru ákvæði um viðurlög sem geta komið til greina ef fjarvera kennara undanfarna daga telst brot á lögum. Starfsmanni er t.d. skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tíma sem hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla og hlíta því að dregið sé af launum sem því nemur. Einnig getur komið til brottvikningar um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Óljóst er hvort skólayfirvöld muni ganga svo langt að krefjast refsingar yfir þeim kennurum sem hafa gerst brotlegir við lög. Verkföll og aðrar aðgerðir til að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög ákveða eru óheimil samkvæmt lögum ríkisstjórnarinnar sem sett voru til að stöðva verkfall kennara. Sigurður Líndal lagaprófessor segir ljóst að verkfallið hafi verið bannað og kennarar verði því að sanna veikindi sín með læknisvottorði og eigi þá þann rétt. Annars sé um lagabrot að ræða. "Auðvitað er óþolandi að menn komist upp með að brjóta lögin jafnvel þó að þeir séu á móti lögunum. Menn eiga að hlýða lögunum. Ég held að það sé mjög sjaldgæft að menn brjóti svona lög," segir Sigurður. "Mér finnast þessi hópveikindi ekki mjög sannfærandi. Þó að kennarar segist vera miður sín og illa farnir á taugum þá trúi ég því ekki að þeir séu svona illa farnir. Það er ekki eins og það sé verið að svelta þá. Ef þeir syltu og þyrftu að leggjast í ólöglegar aðgerðir til að bjarga lífi sínu þá gildir kannski öðru máli en ég held það sé kannski óþarfi að velta slíku fyrir sér."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Sjá meira