Varaformaður veldur írafári 18. nóvember 2004 00:01 Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það. Dró þingmaðurinn upp dökka mynd af horfum í efnahagsmálum. Allar stéttir myndu nú krefjast sömu hækkunar og kennarar, til dæmis væru samningar nærri allra opinberra starfsmanna lausir. Óttaðist Einar Oddur verðbólguskriðu sem myndi leggja heimilin í ösku og hinir fátækustu yrðu verst úti. Manaði Einar Oddur þingmenn til að nefna þá stétt sem ekki myndi sigla í kjölfar kennara: "Opinberir starfsmenn mega ekki fá krónu umfram ASÍ." Skírskotaði hann sérstaklega til þess að útlit væri fyrir að lífeyrir starfsfólks á almennum vinnumarkaði yrði senn skertur á sama tíma og opinberir starfsmenn hefðu allt sitt á þurru. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, svaraði Einari Oddi og sagði að ef skriða hefði komist af stað hefði það verið Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem hefði ýtt henni með samningum við lækna, hjúkrunarfræðinga og kennara: "Íslenska þjóðin getur unnt kennurum að fá á nokkrum árum 5% umfram aðra. Samningar kennara ógnar ekki stöðugleikanum. Það gerir hins vegar fjárlagafrumvarpið." Benti Helgi á að kostnaðarauki utanríkisráðuneytisins væri einn milljarður á einu ári á sama tíma og kostnaðarauki vegna samninganna væri 700 milljónir. Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Einars Odds, fékk svo upplýst hjá varaformanni fjárlaganefndar að lífeyrisskuldbindingar ríkisins vegna samninganna væru 10 milljarðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði að sér blöskraði málflutningur Einars Odds: "Það nær ekki nokkurri átt að draga grunnskólakennara eina til ábyrgðar fyrir vanda í efnahagsmálum." Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það. Dró þingmaðurinn upp dökka mynd af horfum í efnahagsmálum. Allar stéttir myndu nú krefjast sömu hækkunar og kennarar, til dæmis væru samningar nærri allra opinberra starfsmanna lausir. Óttaðist Einar Oddur verðbólguskriðu sem myndi leggja heimilin í ösku og hinir fátækustu yrðu verst úti. Manaði Einar Oddur þingmenn til að nefna þá stétt sem ekki myndi sigla í kjölfar kennara: "Opinberir starfsmenn mega ekki fá krónu umfram ASÍ." Skírskotaði hann sérstaklega til þess að útlit væri fyrir að lífeyrir starfsfólks á almennum vinnumarkaði yrði senn skertur á sama tíma og opinberir starfsmenn hefðu allt sitt á þurru. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, svaraði Einari Oddi og sagði að ef skriða hefði komist af stað hefði það verið Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem hefði ýtt henni með samningum við lækna, hjúkrunarfræðinga og kennara: "Íslenska þjóðin getur unnt kennurum að fá á nokkrum árum 5% umfram aðra. Samningar kennara ógnar ekki stöðugleikanum. Það gerir hins vegar fjárlagafrumvarpið." Benti Helgi á að kostnaðarauki utanríkisráðuneytisins væri einn milljarður á einu ári á sama tíma og kostnaðarauki vegna samninganna væri 700 milljónir. Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Einars Odds, fékk svo upplýst hjá varaformanni fjárlaganefndar að lífeyrisskuldbindingar ríkisins vegna samninganna væru 10 milljarðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði að sér blöskraði málflutningur Einars Odds: "Það nær ekki nokkurri átt að draga grunnskólakennara eina til ábyrgðar fyrir vanda í efnahagsmálum."
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira