Kennarar greiða samninginn sjálfir 18. nóvember 2004 00:01 Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. Hilmar gagnrýnir umtal um rúmlega tveggja tuga launahækkanir kennara. Þeir greiði að hluta hækkunina sjálfir. Samkvæmt útreikningum heimildarmanns Fréttablaðsins hækka grunnlaun meðalkennara sem ekki nýtur sérstakra ívilnana um 20 prósent á samningstímanum. Kjósi meðalkennarinn óbreyttan vinnutíma fær hann tvo tíma í yfirvinnu og launin hækka um tæp 28 prósent. Reiknað er út frá að kennarinn fái meðaltal úr launapotti sem skólastjórar úthluta. Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005, eða 7,5 prósent, þegar hluta af launum kennara. Hækkunin verði því einungis 1,77 prósent að meðaltali. Skýrist það af því að launin verði hækkuð um þrjá launaflokka sem skólastjórar höfðu til umráða. Misjafnt sé hve marga flokka kennararnir höfðu en að meðaltali hafi kennarar haft tvo og hálfan flokk. Umskiptin séu því ekki mikil. Hilmar segir launaflokka kennara hafa verið frá einum og allt að sjö flokkum. Þeir sem mest hafi geti lækkað í launum: "Það er þó bót í máli að skólastjórar hafa einn flokk á hvert stöðugildi til að deila út til kennara." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að með því að tryggja kennurum þrjá launaflokka í föstum launum séu hagsmunir meirihluta kennara tryggðir. Samningarnir tryggi því fólki flokkana til framtíðar. Skólastjórar geti með nýjum samningi veitt 20 prósentum kennara fjóra launaflokka. Þeir stjórni því hvort launin lækki eður ei. Eftir því sem blaðið kemst næst eru 85 prósent kennara með þrjá flokka eða minna. Enginn kennari í Reykjavík hafi haft sjö flokka. Einungis á þriðja tug þeirra hafi verið með fimm eða fleiri flokka og um 180 fjóra. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. Hilmar gagnrýnir umtal um rúmlega tveggja tuga launahækkanir kennara. Þeir greiði að hluta hækkunina sjálfir. Samkvæmt útreikningum heimildarmanns Fréttablaðsins hækka grunnlaun meðalkennara sem ekki nýtur sérstakra ívilnana um 20 prósent á samningstímanum. Kjósi meðalkennarinn óbreyttan vinnutíma fær hann tvo tíma í yfirvinnu og launin hækka um tæp 28 prósent. Reiknað er út frá að kennarinn fái meðaltal úr launapotti sem skólastjórar úthluta. Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005, eða 7,5 prósent, þegar hluta af launum kennara. Hækkunin verði því einungis 1,77 prósent að meðaltali. Skýrist það af því að launin verði hækkuð um þrjá launaflokka sem skólastjórar höfðu til umráða. Misjafnt sé hve marga flokka kennararnir höfðu en að meðaltali hafi kennarar haft tvo og hálfan flokk. Umskiptin séu því ekki mikil. Hilmar segir launaflokka kennara hafa verið frá einum og allt að sjö flokkum. Þeir sem mest hafi geti lækkað í launum: "Það er þó bót í máli að skólastjórar hafa einn flokk á hvert stöðugildi til að deila út til kennara." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að með því að tryggja kennurum þrjá launaflokka í föstum launum séu hagsmunir meirihluta kennara tryggðir. Samningarnir tryggi því fólki flokkana til framtíðar. Skólastjórar geti með nýjum samningi veitt 20 prósentum kennara fjóra launaflokka. Þeir stjórni því hvort launin lækki eður ei. Eftir því sem blaðið kemst næst eru 85 prósent kennara með þrjá flokka eða minna. Enginn kennari í Reykjavík hafi haft sjö flokka. Einungis á þriðja tug þeirra hafi verið með fimm eða fleiri flokka og um 180 fjóra.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira