Gefur tóninn fyrir aðra 18. nóvember 2004 00:01 Kjarasamningi kennara er fagnað hvarvetna í atvinnulífinu, það sé stöðugleiki í sjálfu sér að friður skapist um starf svo stórs launahóps. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er þegar í hættu og margir telja að samningurinn bæti ekki úr skák. KRISTJÁN GUNNARSSON Formaður Starfsgreinasambandins. INGÓLFUR BENDER Forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Nú tifar klukkan "Endurskoðunarákvæði okkar kjarasamnings koma til endurskoðunar næsta haust. Kjarasamningur kennara kemur inn í það endurmat. Þessi niðurstaða setur allar þær forsendur á hliðina þannig að við munum að sjálfsögðu áskilja okkur rétt til endurskoðunar vegna hans," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. "Þessi samningur hefur klárlega þær afleiðingar að það mun reyna mjög á endurskoðunarákvæði. Þetta hefur áhrif á alla kjarasamninga á vinnumarkaði. Það þarf ekki flókinn útreikning til þess," segir hann og telur að kennarar "hafi farið mjög langt með Launanefndina. Hún er alveg klárlega búin að gefa tóninn fyrir alla aðra sem eiga eftir að semja." Samningar Starfsgreinasambandsins byggjast á verðlags- forsendum og kjarasamningum annarra stéttarfélaga. "Þetta er bara niðurstaðan og nú tifar klukkan." Algjör óvissa Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að kjarasamningur kennara ögri almennum samningum og gæti leitt til frekari launahækkana á almennum markaði ef hann þýðir 30 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin. "Endurskoðun á sér stað í nóvember á næsta ári og það ríkir algjör óvissa um hvað sú endurskoðun leiðir til. Það er því klárlega verið að tefla þarna á tæpasta vað eins og reyndar var búið við að yrði," segir Ingólfur. Óvissa ríkir um það hvernig sveitarfélögin munu mæta auknum útgjöldum vegna samningsins. "Maður veit ekki hvort þau munu mæta þeim með hækkun útsvars eða auknum hallarekstri. Ef þau kjósa aukinn hallarekstur þá er það viðbót við þann þensluvanda sem við sjáum framundan á næstu tveimur árum," segir hann. Kennarar eru þó ekki það stór hópur að samningurinn raski stöðugleikanum að mati Ingólfs. "Ef sveitarfélögin hækka útsvarið þá dempar það efnahagslífið á móti. Það eru réttu hagstjórnarlegu viðbrögðin." ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík. Þensluhvetjandi áhrif Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir ljóst að ef útgjaldaaukningu sveitarfélaganna er ekki mætt með aukinni skattheimtu hafa launahækkanir kjarasamnings kennara þensluhvetjandi áhrif. "Önnur hætta er að í kjölfarið fari aðrar stéttir að biðja um meiri launahækkanir, en það getur kynnt undir nýju verðbólgubáli og óstöðugleika," segir Þorsteinn. "Nýlegar spár benda til þess að verðbólgan haldist innan viðmiðunarmarka Seðlabankans. Ef spennan í hagkerfinu eykst kallar það eftir meiri hækkun stýrivaxta eða meira aðhaldi í öðrum hlutum opinberra fjármála en nú er gert ráð fyrir," segir hann. "Á meðan efnahagslífið fer í gegnum vaxtakipp tengt stóriðjuframkvæmdum er mjög mikilvægt að Íslendingar stígi varlega til jarðar í launasamningum, opinberum fjármálum og lántökum. Í þeirri stöðu sem upp er komin er mikilvægt að við bregðumst við af skynsemi og gerum það sem þarf til að viðhalda á stöðugleikanum á komandi árum." Ekki hættumerki Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, segir að efnahagsleg áhrif kennarasamningsins þurfi ekki að vera hættuleg, samningurinn eigi ekki að setja allt á annan endann í efnahagslífi. "Við erum í uppsveiflu og auðvitað er það ekki besta tímasetningin fyrir svona hækkun. Í uppsveiflu hafa svona hækkanir meiri áhrif en ella. En í heildina held ég að þetta setji ekki allt á annan endann." Hvað fordæmisgildið varðar segir hún að erfitt verði að rökstyðja það að kennarar fái þessa hækkun en ekki aðrir, "sérstaklega vegna þess að þeir virðast ekki vera að kaupa þessa hækkun út á neitt eins og er venjan í svona samningum. En auðvitað kemur þetta út í verðlagið, það er engin spurning." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Kjarasamningi kennara er fagnað hvarvetna í atvinnulífinu, það sé stöðugleiki í sjálfu sér að friður skapist um starf svo stórs launahóps. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er þegar í hættu og margir telja að samningurinn bæti ekki úr skák. KRISTJÁN GUNNARSSON Formaður Starfsgreinasambandins. INGÓLFUR BENDER Forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Nú tifar klukkan "Endurskoðunarákvæði okkar kjarasamnings koma til endurskoðunar næsta haust. Kjarasamningur kennara kemur inn í það endurmat. Þessi niðurstaða setur allar þær forsendur á hliðina þannig að við munum að sjálfsögðu áskilja okkur rétt til endurskoðunar vegna hans," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. "Þessi samningur hefur klárlega þær afleiðingar að það mun reyna mjög á endurskoðunarákvæði. Þetta hefur áhrif á alla kjarasamninga á vinnumarkaði. Það þarf ekki flókinn útreikning til þess," segir hann og telur að kennarar "hafi farið mjög langt með Launanefndina. Hún er alveg klárlega búin að gefa tóninn fyrir alla aðra sem eiga eftir að semja." Samningar Starfsgreinasambandsins byggjast á verðlags- forsendum og kjarasamningum annarra stéttarfélaga. "Þetta er bara niðurstaðan og nú tifar klukkan." Algjör óvissa Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að kjarasamningur kennara ögri almennum samningum og gæti leitt til frekari launahækkana á almennum markaði ef hann þýðir 30 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin. "Endurskoðun á sér stað í nóvember á næsta ári og það ríkir algjör óvissa um hvað sú endurskoðun leiðir til. Það er því klárlega verið að tefla þarna á tæpasta vað eins og reyndar var búið við að yrði," segir Ingólfur. Óvissa ríkir um það hvernig sveitarfélögin munu mæta auknum útgjöldum vegna samningsins. "Maður veit ekki hvort þau munu mæta þeim með hækkun útsvars eða auknum hallarekstri. Ef þau kjósa aukinn hallarekstur þá er það viðbót við þann þensluvanda sem við sjáum framundan á næstu tveimur árum," segir hann. Kennarar eru þó ekki það stór hópur að samningurinn raski stöðugleikanum að mati Ingólfs. "Ef sveitarfélögin hækka útsvarið þá dempar það efnahagslífið á móti. Það eru réttu hagstjórnarlegu viðbrögðin." ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík. Þensluhvetjandi áhrif Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir ljóst að ef útgjaldaaukningu sveitarfélaganna er ekki mætt með aukinni skattheimtu hafa launahækkanir kjarasamnings kennara þensluhvetjandi áhrif. "Önnur hætta er að í kjölfarið fari aðrar stéttir að biðja um meiri launahækkanir, en það getur kynnt undir nýju verðbólgubáli og óstöðugleika," segir Þorsteinn. "Nýlegar spár benda til þess að verðbólgan haldist innan viðmiðunarmarka Seðlabankans. Ef spennan í hagkerfinu eykst kallar það eftir meiri hækkun stýrivaxta eða meira aðhaldi í öðrum hlutum opinberra fjármála en nú er gert ráð fyrir," segir hann. "Á meðan efnahagslífið fer í gegnum vaxtakipp tengt stóriðjuframkvæmdum er mjög mikilvægt að Íslendingar stígi varlega til jarðar í launasamningum, opinberum fjármálum og lántökum. Í þeirri stöðu sem upp er komin er mikilvægt að við bregðumst við af skynsemi og gerum það sem þarf til að viðhalda á stöðugleikanum á komandi árum." Ekki hættumerki Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, segir að efnahagsleg áhrif kennarasamningsins þurfi ekki að vera hættuleg, samningurinn eigi ekki að setja allt á annan endann í efnahagslífi. "Við erum í uppsveiflu og auðvitað er það ekki besta tímasetningin fyrir svona hækkun. Í uppsveiflu hafa svona hækkanir meiri áhrif en ella. En í heildina held ég að þetta setji ekki allt á annan endann." Hvað fordæmisgildið varðar segir hún að erfitt verði að rökstyðja það að kennarar fái þessa hækkun en ekki aðrir, "sérstaklega vegna þess að þeir virðast ekki vera að kaupa þessa hækkun út á neitt eins og er venjan í svona samningum. En auðvitað kemur þetta út í verðlagið, það er engin spurning."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira