Menning

Startkaplar, tóg og skófla í skott

Það er fleira en hjólbarðar sem bíleigendur þurfa að huga að í vetrarveðráttunni til að fyllsta öryggis sé gætt. Til dæmis getur gert gæfumuninn að hafa skóflu í skottinu ef ófærð brestur á og bíllinn tekur upp á því að festast. Slíkar hremmingar eiga sér ekki einungis stað á heiðum uppi heldur líka á hinum sakleysislegustu bílastæðum. Góður spotti í skotti getur bjargað miklu líka því miskunnsamir borgarar kippa hver í annan ef tök eru á og tóg er fyrir hendi. Sama máli gegnir um startkapla. Þegar vandræði steðja að og heimiliseldflaugin harðneitar að fara í gang af eigin rammleik er yfirleitt ekkert mál að fá stuð frá næsta bíl. Kuldagalla og stígvél er hyggilegt að hafa í farangursgeymslunni þegar allra veðra er von. Ísvari út í eldsneytið stöku sinnum gerir bílnum gott og vasaljós getur komið í góðar þarfir í skammdeginu því alltaf getur þurft að skipta um dekk fjarri skini götuljósa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.