Eimir eftir af áráttuhegðun 29. nóvember 2004 00:01 "Þetta hefur gengið framar vonum, en röskunin sem varð er þó enn að trufla hann," sagði Pálína E. Þórðardóttir, móðir hans. "Einhverfir leita í einhverja áráttu þegar þeir hafa ekki sitt reglubundna líf. Hann fer í áráttuhegðun þegar áreitið kemur og það eimir enn eftir af því. Það tekur væntanlega lengri tíma að vinna úr því." Pálína og faðir Jóns Þórs, Jóhannes Jónsson, sögðu meðan verkfallið stóð, að það væri beinlínis sárt að horfa upp á þá afturför sem hefði orðið hjá honum. Jón Þór er eins og aðrir einhverfir, mjög háður reglu og skipulagi og sögðu foreldrar hans þann tíma sem verkfallið hefur staðið kostað hann marga mánuði í afturför. Hann var þá farinn að taka reiðiköst. Fyrstu daga verkfallsins grét hann mikið og var farinn að pissa á sig, jafnvel nokkrum sinnum á dag, en áður hafði það komið örsjaldan fyrir. Pálína sagði starfsfólkið í Hamraskóla, þar sem Jón Þór er, vera frábært í alla staði. Þar er rekin deild fyrir einhverfa nemendur, sem eru sjö talsins. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, allt upp í 8. bekk. "Verkfallið truflaði hann verulega og við eigum enn svolítið í land," sagði Pálína. "Hann varð mjög glaður þegar hann komst aftur í skólann. Það var ekki vandamál að fá hann til að fara aftur þangað, en það var kannski meira vandamál að fá hann til að fara að vinna aftur og gera sín verkefni. Það er ekki komið í sama horf og var áður en verkfallið skall á." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
"Þetta hefur gengið framar vonum, en röskunin sem varð er þó enn að trufla hann," sagði Pálína E. Þórðardóttir, móðir hans. "Einhverfir leita í einhverja áráttu þegar þeir hafa ekki sitt reglubundna líf. Hann fer í áráttuhegðun þegar áreitið kemur og það eimir enn eftir af því. Það tekur væntanlega lengri tíma að vinna úr því." Pálína og faðir Jóns Þórs, Jóhannes Jónsson, sögðu meðan verkfallið stóð, að það væri beinlínis sárt að horfa upp á þá afturför sem hefði orðið hjá honum. Jón Þór er eins og aðrir einhverfir, mjög háður reglu og skipulagi og sögðu foreldrar hans þann tíma sem verkfallið hefur staðið kostað hann marga mánuði í afturför. Hann var þá farinn að taka reiðiköst. Fyrstu daga verkfallsins grét hann mikið og var farinn að pissa á sig, jafnvel nokkrum sinnum á dag, en áður hafði það komið örsjaldan fyrir. Pálína sagði starfsfólkið í Hamraskóla, þar sem Jón Þór er, vera frábært í alla staði. Þar er rekin deild fyrir einhverfa nemendur, sem eru sjö talsins. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, allt upp í 8. bekk. "Verkfallið truflaði hann verulega og við eigum enn svolítið í land," sagði Pálína. "Hann varð mjög glaður þegar hann komst aftur í skólann. Það var ekki vandamál að fá hann til að fara aftur þangað, en það var kannski meira vandamál að fá hann til að fara að vinna aftur og gera sín verkefni. Það er ekki komið í sama horf og var áður en verkfallið skall á."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira