Toblerone-jólaís Margrétar 1. desember 2004 00:01 „Systir mín gaf mér þessa uppskrift fyrir mörgum árum og síðan hef ég ekki gert annan ís á jólunum. Þetta er mjög einföld uppskrift og hver sem er getur gert svona ís. Mikilvægast er að þeyta eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel,“ segir Margrét en hún segir uppskriftina vera svona auðvelda vegna þess að hún inniheldur bara eggjarauður en ekki allt innihald eggsins. „Uppskriftir með bæði eggjarauðum og hvítum eru mun flóknari. Það getur ekkert klikkað í þessum ís sem ég geri. Svo kemur líka mjög sérstakt bragð því ég nota púðursykur.“ Margrét bendir á að hvíturnar úr eggjunum þurfi alls ekki að fara til spillis heldur því þær megi nota í marens. Margrét segist ekki vera mikil ískona og gerir bara ís á jólunum. „Mér finnst gaman að gera alls konar svona fyrir jólin; bæði ís og smákökur. Ég er mikið jólabarn í mér en maðurinn minn, Þórður, er aðaljólasveinninn. Hann skreytir og skreytir og kaupir alltaf nýtt jólaskraut á hverju ári. Það er samt gaman að hann nenni þessu því það er mjög sjaldgæft. Við skreytum bæði inni og úti og þegar við bjuggum í Reykjanesbæ var húsið okkar tvisvar tilnefnt sem jólahús ársins.“En ætli sé ekki hægt að leika sér með annað súkkulaði en Toblerone í uppskriftinni? „Ég hef ekki prófað annað súkkulaði en það er um að gera að prófa. Það eru allir í fjölskyldunni svo hrifnir af ísnum mínum að ég þori hreinlega ekki að breyta neinu. Fjölskyldan borðar alltaf saman á jóladag en þá er hlaðborð með alls kyns góðgæti eins og hangikjöti, sviðum, síld og rúgbrauði. Svo er ísinn í eftirrétt ásamt ís systur minnar, en hún gerir vanilluís. Ísinn vekur alltaf mikla ánægju og sumir bíða í ofvæni eftir að borða hann.“ Jólaís Margrétar Dugar fyrir sex til átta manns.1/2 l rjómi.6 eggjarauður1 bolli púðursykur1 tsk. vanilludropar100 g TobleroneRjóminn er þeyttur. Eggjarauðurnar og púðursykurinn eru þeytt vel þangað til myndast kvoða. Vanilludropum er bætt út í. Rjóma er blandað varlega saman við eggja- og púðursykurskvoðuna. Toblerone er brytjað niður og sett út í. Blandan er síðan sett í form (gott ef það er með loki) og fryst. Ísinn stendur einn og sér og er mjög góður þannig. Það er líka gott að bræða 3 Mars-stykki út í 1 dl rjóma og búa til heita súkkulaðisósu á ísinn. Eftirréttir Ís Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
„Systir mín gaf mér þessa uppskrift fyrir mörgum árum og síðan hef ég ekki gert annan ís á jólunum. Þetta er mjög einföld uppskrift og hver sem er getur gert svona ís. Mikilvægast er að þeyta eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel,“ segir Margrét en hún segir uppskriftina vera svona auðvelda vegna þess að hún inniheldur bara eggjarauður en ekki allt innihald eggsins. „Uppskriftir með bæði eggjarauðum og hvítum eru mun flóknari. Það getur ekkert klikkað í þessum ís sem ég geri. Svo kemur líka mjög sérstakt bragð því ég nota púðursykur.“ Margrét bendir á að hvíturnar úr eggjunum þurfi alls ekki að fara til spillis heldur því þær megi nota í marens. Margrét segist ekki vera mikil ískona og gerir bara ís á jólunum. „Mér finnst gaman að gera alls konar svona fyrir jólin; bæði ís og smákökur. Ég er mikið jólabarn í mér en maðurinn minn, Þórður, er aðaljólasveinninn. Hann skreytir og skreytir og kaupir alltaf nýtt jólaskraut á hverju ári. Það er samt gaman að hann nenni þessu því það er mjög sjaldgæft. Við skreytum bæði inni og úti og þegar við bjuggum í Reykjanesbæ var húsið okkar tvisvar tilnefnt sem jólahús ársins.“En ætli sé ekki hægt að leika sér með annað súkkulaði en Toblerone í uppskriftinni? „Ég hef ekki prófað annað súkkulaði en það er um að gera að prófa. Það eru allir í fjölskyldunni svo hrifnir af ísnum mínum að ég þori hreinlega ekki að breyta neinu. Fjölskyldan borðar alltaf saman á jóladag en þá er hlaðborð með alls kyns góðgæti eins og hangikjöti, sviðum, síld og rúgbrauði. Svo er ísinn í eftirrétt ásamt ís systur minnar, en hún gerir vanilluís. Ísinn vekur alltaf mikla ánægju og sumir bíða í ofvæni eftir að borða hann.“ Jólaís Margrétar Dugar fyrir sex til átta manns.1/2 l rjómi.6 eggjarauður1 bolli púðursykur1 tsk. vanilludropar100 g TobleroneRjóminn er þeyttur. Eggjarauðurnar og púðursykurinn eru þeytt vel þangað til myndast kvoða. Vanilludropum er bætt út í. Rjóma er blandað varlega saman við eggja- og púðursykurskvoðuna. Toblerone er brytjað niður og sett út í. Blandan er síðan sett í form (gott ef það er með loki) og fryst. Ísinn stendur einn og sér og er mjög góður þannig. Það er líka gott að bræða 3 Mars-stykki út í 1 dl rjóma og búa til heita súkkulaðisósu á ísinn.
Eftirréttir Ís Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira