Maðurinn með píanóið 6. desember 2004 00:01 Kristinn Leifsson er píanóstillari og hefur starfað sem slíkur í sjö ár. Samt er hann ekki nema 25 ára gamall. "Ég fór til Bandaríkjanna og lærði þetta meðan ég var í MH og kláraði svo stúdentinn eftir að ég kom heim. Yfirleitt er þetta tveggja ára nám en ég var búinn að vera í kringum þetta frá fæðingu þannig að ég var ekki alveg grænn þegar ég byrjaði," segir Kristinn en hann er sonur Leifs Magnússonar sem starfaði við píanóstillingar og viðgerðir í marga áratugi, auk þess að flytja inn píanó. "Ég var alltaf að hlusta á hann stilla," heldur Kristinn áfram. "Og þetta er eitthvað sem þarf að síast inn í mann á einhverjum tíma en svo small þetta allt saman í náminu." Þrátt fyrir upprunann segist Kristinn ekki hafa farið að hugsa um píanístilinganámið fyrr en um tveimur árum áður en hann fór í námið. "Þetta starf hentar bæði vel með öðru námi og starfi og sem aðalstarf og það er alltaf nóg að gera. Svo er gaman og mjög gefandi hvað maður hittir marga í gegnum starfið, alls konar fólk. Ég er til dæmis mikið að vinna fyrir fólk sem er með börnin sín í píanónámi þannig að mín vinna stendur því mjög nærri." Kristinn segist þurfa ákeveðið næði þegar hann er að stilla, hins vegar þurfi hann alls ekki algert hljóð. "Metið mitt er sjö krakkar í feluleik í saman herbergi en ég þurfti nú að stoppa það." Nú starfa 5-6 píanóstillarar á landinu og Kristinn segir nýliðun í stéttinni vera afar litla. "Ég er yngsti píanóstillari landsins og er samt orðinn gamall í faginu og enginn að læra. Samt eru til fleiri þúsund píanó í landinu og heil 12.000 píanónemendur í tónlistarskólunum." Kristinn sér því fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni eins og verið hefur hingað til. Hægt er að panta stillingu hjá Kristni í síma 661 7909. Atvinna Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kristinn Leifsson er píanóstillari og hefur starfað sem slíkur í sjö ár. Samt er hann ekki nema 25 ára gamall. "Ég fór til Bandaríkjanna og lærði þetta meðan ég var í MH og kláraði svo stúdentinn eftir að ég kom heim. Yfirleitt er þetta tveggja ára nám en ég var búinn að vera í kringum þetta frá fæðingu þannig að ég var ekki alveg grænn þegar ég byrjaði," segir Kristinn en hann er sonur Leifs Magnússonar sem starfaði við píanóstillingar og viðgerðir í marga áratugi, auk þess að flytja inn píanó. "Ég var alltaf að hlusta á hann stilla," heldur Kristinn áfram. "Og þetta er eitthvað sem þarf að síast inn í mann á einhverjum tíma en svo small þetta allt saman í náminu." Þrátt fyrir upprunann segist Kristinn ekki hafa farið að hugsa um píanístilinganámið fyrr en um tveimur árum áður en hann fór í námið. "Þetta starf hentar bæði vel með öðru námi og starfi og sem aðalstarf og það er alltaf nóg að gera. Svo er gaman og mjög gefandi hvað maður hittir marga í gegnum starfið, alls konar fólk. Ég er til dæmis mikið að vinna fyrir fólk sem er með börnin sín í píanónámi þannig að mín vinna stendur því mjög nærri." Kristinn segist þurfa ákeveðið næði þegar hann er að stilla, hins vegar þurfi hann alls ekki algert hljóð. "Metið mitt er sjö krakkar í feluleik í saman herbergi en ég þurfti nú að stoppa það." Nú starfa 5-6 píanóstillarar á landinu og Kristinn segir nýliðun í stéttinni vera afar litla. "Ég er yngsti píanóstillari landsins og er samt orðinn gamall í faginu og enginn að læra. Samt eru til fleiri þúsund píanó í landinu og heil 12.000 píanónemendur í tónlistarskólunum." Kristinn sér því fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni eins og verið hefur hingað til. Hægt er að panta stillingu hjá Kristni í síma 661 7909.
Atvinna Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira