Morgunblaðið ekki dýragarður 7. desember 2004 00:01 Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina Málsvörn og minningar. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna. Bókin Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtímann. Hann segir samskipti og samband blaðsins við áhrifamenn í þjóðfélaginu oft hafa tekið á, ekki síst á tímum kalda stríðsins. Maður hafi þurft að sæta lagi og að mörg pólitísk sár hafi myndast sem jafnvel hafi verið orðin persónuleg. Matthías segir að nauðsynlegt hafi verið að slíta Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum því það hafi verið orðið of pólitískt fyrir einn flokk að sínu mati. Honum finnst það ætlunarverk hafa tekist. Matthías segir það oft hafa reynst erfitt að koma því til skila að menn gætu verið góðir listamenn þótt þeir væru á annarri skoðun en Morgunblaðið. Hann segir að til dæmis hafi Halldór Laxness og Steinn Steinarr verið utangarðsmenn sem aldrei hafi skrifað í blaðið og því hafi hann einbeitt sér að því að vinna traust þeirra. Aðspurður um hvernig blaðið hafi þróast segir hann meininguna með að opna blaðið ekki hafa verið þá að opna fyrir öll ljónabúrin í þjóðfélaginu. Það er, ætlunin hafi verið að gera blaðið að blaði allra landsmanna en ekki dýragarð allra landsmanna. Hann kveðst gagnrýna þetta í bók sinni því hins síðarnefnda sjái stundum merki í Morgunblaðinu. Matthías þykir ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og hann hefur aldrei heimilað útgefendum sínum að senda verk eftir sig til tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan: Þessi samkeppni er ekki fyrir listina heldur er hún hluti af hasarnum á markaðinum „Og markaðurinn er ekki listvænn að mínum dómi,“ segir Matthías. Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina Málsvörn og minningar. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna. Bókin Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtímann. Hann segir samskipti og samband blaðsins við áhrifamenn í þjóðfélaginu oft hafa tekið á, ekki síst á tímum kalda stríðsins. Maður hafi þurft að sæta lagi og að mörg pólitísk sár hafi myndast sem jafnvel hafi verið orðin persónuleg. Matthías segir að nauðsynlegt hafi verið að slíta Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum því það hafi verið orðið of pólitískt fyrir einn flokk að sínu mati. Honum finnst það ætlunarverk hafa tekist. Matthías segir það oft hafa reynst erfitt að koma því til skila að menn gætu verið góðir listamenn þótt þeir væru á annarri skoðun en Morgunblaðið. Hann segir að til dæmis hafi Halldór Laxness og Steinn Steinarr verið utangarðsmenn sem aldrei hafi skrifað í blaðið og því hafi hann einbeitt sér að því að vinna traust þeirra. Aðspurður um hvernig blaðið hafi þróast segir hann meininguna með að opna blaðið ekki hafa verið þá að opna fyrir öll ljónabúrin í þjóðfélaginu. Það er, ætlunin hafi verið að gera blaðið að blaði allra landsmanna en ekki dýragarð allra landsmanna. Hann kveðst gagnrýna þetta í bók sinni því hins síðarnefnda sjái stundum merki í Morgunblaðinu. Matthías þykir ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og hann hefur aldrei heimilað útgefendum sínum að senda verk eftir sig til tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan: Þessi samkeppni er ekki fyrir listina heldur er hún hluti af hasarnum á markaðinum „Og markaðurinn er ekki listvænn að mínum dómi,“ segir Matthías.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira