Grænir og vænir 10. desember 2004 00:01 Mengun er vandamál sem eykst bara ef ekki er tekið á því af einhverju viti og virðast bílaframleiðendur vera að vakna til vitundar með því að framleiða umhverfisvænni bíla sem menga minna. Hér eru tíndir til nokkrir þeirra sem finnast í Evrópu og hafa einhverjir þeirra skilað sér á Íslandsstrendur og líklegt er að fleiri eigi eftir að koma hingað til lands. Toyota Prius Toyota á Íslandi hefur kynnt þennan bíl hérlendis en hann hlaut verðlaun sem besti bíllinn í Evrópu árið 2004. Hann er sérstaklega sparneytinn og sleppir enginn bíll jafnlitlu magni af koltvísýringi út í andrúmsloftið og Priusinn. Hann er svokallaður blendingsbíll sem er bæði drifinn af bensíni og rafmagni. Rafmagnsmótorinn hrekkur í gang þegar bíllinn þarf aukakraft, svo ekki þurfi að kýla bensínið í botn, og hleður sig á orkunni þegar bílnum er ekið. Enginn bíll mengar eins lítið og Toyota Prius. Honda Civic 1.3 Ima Executive Yfirburða umhverfisvænn bíll með blendingsvél sem sameinar bensínvél og rafmagnsmótor. Hann hentar sérstaklega vel til innanbæjaraksturs og þegar hann er stöðvaður alveg, eins og til dæmis á rauðu ljósi, drepur hann á sér en ræsir sig sjálfur um leið og stigið er á kúplinguna og hann settur í fyrsta gír og takmarkar þannig mengun frá bílnum. Bensínvél drífur bílinn en rafmagnsmótorinn tekur við þegar gefið er í eða þegar farið er upp brekkur þannig að bíllinn fær aukinn kraft án þess að þurfa að pumpa bensínið. Rafhlaðan í rafmagnsmótornum notar orkuna sem myndast þegar bílinn bremsar til að endurhlaða sig. Peugeot 407 Peugeot 407 er sportbíll sem getur státað af lítilli koltvísýringsmengun auk þess sem hann er tiltölulega sparneytinn. Hann hentar vel þeim sem eru að leita sér að kraftmiklum og rúmgóðum bíl en er á sama tíma umhugað um umhverfið. Bíllinn hlaut sérstaka umhverfisviðurkenningu fyrr á þessu ári. Ford Focus C-Max C-Max er hugsaður sem fjölskyldubíll sem rúmar 7 manns og heilmikið af farangri og státar af 11 geymslurýmum. Innrétting og áklæði í bílnum er allt unnið úr efni með minnstu áhættu á ofnæmi og bíllinn síar út frjókorn svo þau berist ekki inn í bílinn, en bresku ofnæmissamtökin hafa veitt bílnum viðurkenningu. Form bílsins tryggir sem minnsta eldsneytisnotkun og er þetta því bíll fyrir þá sem vilja hugsa um umhverfið en vilja hafa mikið pláss. Smart Pure Fortwoo Coupe Pínulítill og hrikalega sparneytinn með koltvísýringsútblástur í lágmarki. Smart-bíllinn er óneitanlega smart og þægilegur fyrir einstaklinga sem lifa og hrærast í borginni en hafa enga þörf fyrir utanbæjarakstur enda bíllinn hannaður fyrir slíka einstaklinga. Bíllinn er mjög einfaldur og ekki er mikið lagt upp úr lúxus, sem skilar sér í lágu verði. Honda Civic 1.3 Ima ExecutivePeugeot 407Ford Focus C-MaxSmart Pure Fortwoo Coupe Bílar Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Mengun er vandamál sem eykst bara ef ekki er tekið á því af einhverju viti og virðast bílaframleiðendur vera að vakna til vitundar með því að framleiða umhverfisvænni bíla sem menga minna. Hér eru tíndir til nokkrir þeirra sem finnast í Evrópu og hafa einhverjir þeirra skilað sér á Íslandsstrendur og líklegt er að fleiri eigi eftir að koma hingað til lands. Toyota Prius Toyota á Íslandi hefur kynnt þennan bíl hérlendis en hann hlaut verðlaun sem besti bíllinn í Evrópu árið 2004. Hann er sérstaklega sparneytinn og sleppir enginn bíll jafnlitlu magni af koltvísýringi út í andrúmsloftið og Priusinn. Hann er svokallaður blendingsbíll sem er bæði drifinn af bensíni og rafmagni. Rafmagnsmótorinn hrekkur í gang þegar bíllinn þarf aukakraft, svo ekki þurfi að kýla bensínið í botn, og hleður sig á orkunni þegar bílnum er ekið. Enginn bíll mengar eins lítið og Toyota Prius. Honda Civic 1.3 Ima Executive Yfirburða umhverfisvænn bíll með blendingsvél sem sameinar bensínvél og rafmagnsmótor. Hann hentar sérstaklega vel til innanbæjaraksturs og þegar hann er stöðvaður alveg, eins og til dæmis á rauðu ljósi, drepur hann á sér en ræsir sig sjálfur um leið og stigið er á kúplinguna og hann settur í fyrsta gír og takmarkar þannig mengun frá bílnum. Bensínvél drífur bílinn en rafmagnsmótorinn tekur við þegar gefið er í eða þegar farið er upp brekkur þannig að bíllinn fær aukinn kraft án þess að þurfa að pumpa bensínið. Rafhlaðan í rafmagnsmótornum notar orkuna sem myndast þegar bílinn bremsar til að endurhlaða sig. Peugeot 407 Peugeot 407 er sportbíll sem getur státað af lítilli koltvísýringsmengun auk þess sem hann er tiltölulega sparneytinn. Hann hentar vel þeim sem eru að leita sér að kraftmiklum og rúmgóðum bíl en er á sama tíma umhugað um umhverfið. Bíllinn hlaut sérstaka umhverfisviðurkenningu fyrr á þessu ári. Ford Focus C-Max C-Max er hugsaður sem fjölskyldubíll sem rúmar 7 manns og heilmikið af farangri og státar af 11 geymslurýmum. Innrétting og áklæði í bílnum er allt unnið úr efni með minnstu áhættu á ofnæmi og bíllinn síar út frjókorn svo þau berist ekki inn í bílinn, en bresku ofnæmissamtökin hafa veitt bílnum viðurkenningu. Form bílsins tryggir sem minnsta eldsneytisnotkun og er þetta því bíll fyrir þá sem vilja hugsa um umhverfið en vilja hafa mikið pláss. Smart Pure Fortwoo Coupe Pínulítill og hrikalega sparneytinn með koltvísýringsútblástur í lágmarki. Smart-bíllinn er óneitanlega smart og þægilegur fyrir einstaklinga sem lifa og hrærast í borginni en hafa enga þörf fyrir utanbæjarakstur enda bíllinn hannaður fyrir slíka einstaklinga. Bíllinn er mjög einfaldur og ekki er mikið lagt upp úr lúxus, sem skilar sér í lágu verði. Honda Civic 1.3 Ima ExecutivePeugeot 407Ford Focus C-MaxSmart Pure Fortwoo Coupe
Bílar Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira