Léttlestarkerfi ekki raunhæft 17. desember 2004 00:01 Léttlestarkerfi er ekki raunhæfur kostur á höfuðborgarsvæðinu við óbreyttar aðstæður, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn telja eðlilegra að efla stórlega vannýtt strætisvagnakerfi þar sem sætanýtingin sé aðeins um 10 prósent. VSÓ-ráðgjöf vann skýrslu fyrir Reykjavíkurborg um kosti og galla þess að koma á léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og var hún kynnt fyrir samgöngunefnd borgarinnar fyrr í vikunni. Meginniðurstaðan var sú að stofnkostnaður við slíkt almenningssamgangnakerfi yrði um 25 milljarðar króna og að árlegur kostnaður léttlestanna yrði sex og hálfur milljarður króna. Til samanburðar nemur kostnaður við nýtt leiðakerfi Strætós um 2,7 milljörðum króna en árlegur kostnaður núverandi strætisvagnakerfis er metinn á rösklega tvo milljarða. Kjartan Magnússon, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að skýrsla sýni að hugmyndir Reykjavíkurlistans um léttlestirnar séu fullkomlega óraunhæfar og óábyrgar. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar borgarinnar, bendir á að samgöngunefnd hafi verið einhuga í því að láta athuga möguleikann á léttlestarkerfinu og því séu viðbrögð minnihlutans við niðurstöðum ráðgjafaskýrslunnar kyndug. Hins vegar er kostnaðurinn meiri en gert var ráð fyrir í uppphafi og leiðin því varla fær við óbreyttar aðstæður að sögn Árna. Sjálfstæðismenn hafa bent á að nær væri að styrkja strætisvagnakerfið í borginni, sem sé sé stórlega vannýtt, þar sem sætanýting sé aðeins í kringum 10 prósent. Kjartan Magnússon segir að fyrir vextina af fjárfestingu vegna sporvagnakerfis væri unnt að standa straum af tvöföldun fjölda strætisvagna í borginni. Formaður samgöngunefndar segir að ekki verði hjá því komist að styrkja almenningssamgöngur. Þær séu 4-5% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt sé að auka hlutdeild þeirra, fyrst og fremst vegna þess að ekki er rými til að taka við auknum umferðarþunga einkabíla. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Léttlestarkerfi er ekki raunhæfur kostur á höfuðborgarsvæðinu við óbreyttar aðstæður, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn telja eðlilegra að efla stórlega vannýtt strætisvagnakerfi þar sem sætanýtingin sé aðeins um 10 prósent. VSÓ-ráðgjöf vann skýrslu fyrir Reykjavíkurborg um kosti og galla þess að koma á léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og var hún kynnt fyrir samgöngunefnd borgarinnar fyrr í vikunni. Meginniðurstaðan var sú að stofnkostnaður við slíkt almenningssamgangnakerfi yrði um 25 milljarðar króna og að árlegur kostnaður léttlestanna yrði sex og hálfur milljarður króna. Til samanburðar nemur kostnaður við nýtt leiðakerfi Strætós um 2,7 milljörðum króna en árlegur kostnaður núverandi strætisvagnakerfis er metinn á rösklega tvo milljarða. Kjartan Magnússon, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að skýrsla sýni að hugmyndir Reykjavíkurlistans um léttlestirnar séu fullkomlega óraunhæfar og óábyrgar. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar borgarinnar, bendir á að samgöngunefnd hafi verið einhuga í því að láta athuga möguleikann á léttlestarkerfinu og því séu viðbrögð minnihlutans við niðurstöðum ráðgjafaskýrslunnar kyndug. Hins vegar er kostnaðurinn meiri en gert var ráð fyrir í uppphafi og leiðin því varla fær við óbreyttar aðstæður að sögn Árna. Sjálfstæðismenn hafa bent á að nær væri að styrkja strætisvagnakerfið í borginni, sem sé sé stórlega vannýtt, þar sem sætanýting sé aðeins í kringum 10 prósent. Kjartan Magnússon segir að fyrir vextina af fjárfestingu vegna sporvagnakerfis væri unnt að standa straum af tvöföldun fjölda strætisvagna í borginni. Formaður samgöngunefndar segir að ekki verði hjá því komist að styrkja almenningssamgöngur. Þær séu 4-5% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt sé að auka hlutdeild þeirra, fyrst og fremst vegna þess að ekki er rými til að taka við auknum umferðarþunga einkabíla.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira