Rúrí stefnir íslenska ríkinu 19. desember 2004 00:01 Rúrí. Vísir Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi. Á kristnihátíð, sem haldin var sumarið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi, var meðal annars haldin sýning í Stekkjargjá á Þingvöllum á verkum eftir fjórtán listamenn. Þar á meðal var útilistaverkið „Stilling“ eftir Þuríði Fannberg, eða Rúrí. Samningur var gerður um að halda sýningu á verkunum frá 1. júlí til 1. september en Rúrí segir að kristnihátíðarnefnd hafi, án þess að spyrja listamennina, framlengt sýninguna til 15. september. Verk sumra þessara listamanna reyndust skemmd þegar þeim var skilað til baka og er talið að það hafi gerst í óveðri sem gekk yfir sýningarsvæðið, einhvern tímann á bilinu 1.-15. september. Rúrí stefndi kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu vegna málsins. Meðal annars er deilt um bótaskylduna og það hvaða reglur nái yfir slíkt. Listakonan gerir þá kröfu að tjónið verði bætt samkvæmt ætluðu söluverði verksins, en dómkvaddir matsmenn töldu verkið metið á 2,3 milljónir króna. Ríkið telur aftur á móti að eingöngu beri að taka mið af efniskostnaðinum við listaverkið. Það hefur þegar greitt Rúrí 500 þúsund krónur, sem hámarksvátryggingu fyrir verkið, en viðurkennir ekki fulla bótaskyldu. Það sættir listakonan sig ekki við og krefst þess að ríkið greiði sér það sem hún telur vanta uppá, eða átján hundruð þúsund krónur. Í kröfugerð sinni benti Rúrí á að listaverkið væri ekki unnið eftir sérstakri gjaldskrá. Hún taldi sig hafa lánað verkið til sýningarinnar í Stekkjagjá. Bótaskyldan er meðal annars byggð á reglum um lán til afnota, en meginákvæði í því er að finna í margra alda gömlum lagabálki úr Jónsbók frá árinu 1281. Ákvæðið varðar ábyrgð á geymslufé og þar segir: „Nú selr maðr fé sitt til hirslu af trúnaði öðrum manni, þá skal sá er við tekr hirða ok varðveita sem sitt fé, þat er hann vill vel varðveita …, nema hann segi þat, þá er hann tók við, at hann vildi at engu ábyrgjast …“ Þetta þýðir að ef lánshlutur skemmst eða ferst skuli lánstaki greiða bætur, sama hvernig tjón sé tilkomið. Styttur og útilistaverk Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi. Á kristnihátíð, sem haldin var sumarið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi, var meðal annars haldin sýning í Stekkjargjá á Þingvöllum á verkum eftir fjórtán listamenn. Þar á meðal var útilistaverkið „Stilling“ eftir Þuríði Fannberg, eða Rúrí. Samningur var gerður um að halda sýningu á verkunum frá 1. júlí til 1. september en Rúrí segir að kristnihátíðarnefnd hafi, án þess að spyrja listamennina, framlengt sýninguna til 15. september. Verk sumra þessara listamanna reyndust skemmd þegar þeim var skilað til baka og er talið að það hafi gerst í óveðri sem gekk yfir sýningarsvæðið, einhvern tímann á bilinu 1.-15. september. Rúrí stefndi kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu vegna málsins. Meðal annars er deilt um bótaskylduna og það hvaða reglur nái yfir slíkt. Listakonan gerir þá kröfu að tjónið verði bætt samkvæmt ætluðu söluverði verksins, en dómkvaddir matsmenn töldu verkið metið á 2,3 milljónir króna. Ríkið telur aftur á móti að eingöngu beri að taka mið af efniskostnaðinum við listaverkið. Það hefur þegar greitt Rúrí 500 þúsund krónur, sem hámarksvátryggingu fyrir verkið, en viðurkennir ekki fulla bótaskyldu. Það sættir listakonan sig ekki við og krefst þess að ríkið greiði sér það sem hún telur vanta uppá, eða átján hundruð þúsund krónur. Í kröfugerð sinni benti Rúrí á að listaverkið væri ekki unnið eftir sérstakri gjaldskrá. Hún taldi sig hafa lánað verkið til sýningarinnar í Stekkjagjá. Bótaskyldan er meðal annars byggð á reglum um lán til afnota, en meginákvæði í því er að finna í margra alda gömlum lagabálki úr Jónsbók frá árinu 1281. Ákvæðið varðar ábyrgð á geymslufé og þar segir: „Nú selr maðr fé sitt til hirslu af trúnaði öðrum manni, þá skal sá er við tekr hirða ok varðveita sem sitt fé, þat er hann vill vel varðveita …, nema hann segi þat, þá er hann tók við, at hann vildi at engu ábyrgjast …“ Þetta þýðir að ef lánshlutur skemmst eða ferst skuli lánstaki greiða bætur, sama hvernig tjón sé tilkomið.
Styttur og útilistaverk Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira