Glæpavettvangurinn heimsóttur 23. desember 2004 00:01 Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag. Vísindamaður á vegum Orkustofnunar finnur beinagrind við norðurhluta Kleifarvatns. Þannig hefst atburðarásin í sögunni sem kennd er við vatnið, nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er þar enn á ný í aðalhlutverki með félögum sínum. Í þetta skiptið blandast inn í ævintýri íslenskra stúdenta í borginni Leipzig í gamla Austur-Þýskalandi á sjötta áratug síðustu haldar, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Sagan segir að einn af hverjum tíu íbúum borgarinnar hafi með einum eða öðrum hætti starfað fyrir öryggislögregluna illræmdu, Stasi. Velgengni Erlendar er velgengni Arnaldar sem hefur líklega sannað svo að ekki verður um villst að hægt er að skrifa íslenskar sakamálasögur með góðum árangri. Varla seldust bækur hans annars í metupplagi og verið þýddar á erlendar tungur - til að mynda þýsku - sem leiðir hugann að því hvernig Þjóðverjar taka sögu sem gerist í þeirra eigin bakgarði.Kleifarvatn er langvinsælasta bókin. Hún hefur selst í yfir 20 þúsundum eintökum. En það eru fleiri bækur sem rata í jólapakkana hjá bókaþjóðinni Samkvæmt lista Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, félag bókaútgefenda og fleiri, er röðin þessi miðað við vikuna 14.-20. desember: Kleifarvatn trónir á toppnum, eina erlenda bókin, Belladonnaskjalið, er í öðru sæti, Öðruvísi fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur er í þriðja, Barn að eilífu eftir Sigmund Erni er í fjórða sæti og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í því fimmta. Annar listi er sölulisti Pennans-Eymundssonar fyrir vikuna 15.-21. desember. Aftur er Kleifarvatn efst, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns koma næstir, Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er í þriðja sæti, Belladonnaskjalið í því fjórða og Da Vinci lykillinn í því fimmta. Endanlegar sölutölur fyrir allt árið verða svo birtar eftir áramótin og þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því hvaða bækur bókaþjóðin rýndi í á þessu ári. Bókmenntir Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Morð, dularfullur hlerunarbúnaður, syndir fortíðar og íslenskir lögreglumenn koma við sögu í vinsælustu bókinni á markaðnum fyrir þessi jól. Fréttamaður Stöðvar 2 heimsótti vettvang glæpsins í dag. Vísindamaður á vegum Orkustofnunar finnur beinagrind við norðurhluta Kleifarvatns. Þannig hefst atburðarásin í sögunni sem kennd er við vatnið, nýjustu bók metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson er þar enn á ný í aðalhlutverki með félögum sínum. Í þetta skiptið blandast inn í ævintýri íslenskra stúdenta í borginni Leipzig í gamla Austur-Þýskalandi á sjötta áratug síðustu haldar, þegar Kalda stríðið stóð sem hæst. Sagan segir að einn af hverjum tíu íbúum borgarinnar hafi með einum eða öðrum hætti starfað fyrir öryggislögregluna illræmdu, Stasi. Velgengni Erlendar er velgengni Arnaldar sem hefur líklega sannað svo að ekki verður um villst að hægt er að skrifa íslenskar sakamálasögur með góðum árangri. Varla seldust bækur hans annars í metupplagi og verið þýddar á erlendar tungur - til að mynda þýsku - sem leiðir hugann að því hvernig Þjóðverjar taka sögu sem gerist í þeirra eigin bakgarði.Kleifarvatn er langvinsælasta bókin. Hún hefur selst í yfir 20 þúsundum eintökum. En það eru fleiri bækur sem rata í jólapakkana hjá bókaþjóðinni Samkvæmt lista Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, félag bókaútgefenda og fleiri, er röðin þessi miðað við vikuna 14.-20. desember: Kleifarvatn trónir á toppnum, eina erlenda bókin, Belladonnaskjalið, er í öðru sæti, Öðruvísi fjölskylda Guðrúnar Helgadóttur er í þriðja, Barn að eilífu eftir Sigmund Erni er í fjórða sæti og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í því fimmta. Annar listi er sölulisti Pennans-Eymundssonar fyrir vikuna 15.-21. desember. Aftur er Kleifarvatn efst, Sakleysingjar Ólafs Jóhanns koma næstir, Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er í þriðja sæti, Belladonnaskjalið í því fjórða og Da Vinci lykillinn í því fimmta. Endanlegar sölutölur fyrir allt árið verða svo birtar eftir áramótin og þá er betur hægt að gera sér grein fyrir því hvaða bækur bókaþjóðin rýndi í á þessu ári.
Bókmenntir Mest lesið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lét papparassa heyra það Lífið Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lífið Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira