Komst með baráttu í gegnum úrtökumót á spáni 7. nóvember 2005 06:00 Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. "Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sérstaklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissulega góð reynsla fyrir mig," sagði Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið frá flugvellinum í Barcelona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. "Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga til að komast inn á Evróputúrinn," sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfingar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. "Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfstrausts á mótið," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Golf Íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Sjá meira
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. "Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sérstaklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissulega góð reynsla fyrir mig," sagði Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið frá flugvellinum í Barcelona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. "Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga til að komast inn á Evróputúrinn," sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfingar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. "Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfstrausts á mótið," sagði Birgir Leifur Hafþórsson.
Golf Íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Sjá meira