Ólafur Kristjánsson gagnrýnir KSÍ 14. nóvember 2005 09:15 Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Ólafur telur að það sé skortur á stefnumótin þegar kemur að landsliðunum og það sé hugsanlega ein megin skýringin á því af hverju A-landsliðið sé ekki betra en raun ber vitni. "Ég velti því fyrir hvort að það sé einhver rauður þráður í gegnum öll landsliðin upp í sjálft A-landsliðið þar sem unnið er að markvissri uppbyggingu. Hver stýrir þróun og stefnumótun í íslenskrar knattspyrnu? Er hvert og eitt félag að vinna í sínu horni eða er einhver stefna á vegum KSÍ?" Þessari spurningu varpaði Ólafur til Eyjólfs Sverrissonar, nýráðins þjálfara A-landsliðsins, sem var einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar. Ólafur kveðst hafa fengið fá svör. "Nei ég fékk ekkert svar en veit að svo er ekki. Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá séð þessa stefnu. Við erum alltaf að tala um að landsliðið okkar sé svo lélegt og leitum skýringa á því en ef uppbygginguna skortir verður landsliðið aldrei gott," segir Ólafur. "Við þurfum að sjálfsögðu að styrkja það landslið sem er núna en það verður að sjálfösgðu að byrja á því að styrkja þá landsliðsmenn sem verða til staðar eftir 10 ár. Þetta er svona í öllum íþróttum. Ég get nefnt danska kvennalandsliðið í handbolta sem dæmi. Danir voru með slakt landslið eins og Ísland fyrir tuttugu árum þegar þeir fóru markvisst að byggja upp yngri landsliðin. Í dag eiga þeir eitt besta kvennalandslið í heimi," segir Ólafur og kallar á skýr markmið. "Ég sé ekki neina stefnu í íslenskum fótbolta, á engan hátt. Ég tel að það sé nauðsynlegt að koma á þessum rauða þræði sem unnið verður að því að styrkja svo að nýjir þjálfarar séu ekki sífellt að byrja á núlli. Það er auðvitað hægt að halda ástandinu óbreyttu en ef það á að nást betri árangur verða öll landsliðin að vera á sömu línu," segir Ólafur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Ólafur telur að það sé skortur á stefnumótin þegar kemur að landsliðunum og það sé hugsanlega ein megin skýringin á því af hverju A-landsliðið sé ekki betra en raun ber vitni. "Ég velti því fyrir hvort að það sé einhver rauður þráður í gegnum öll landsliðin upp í sjálft A-landsliðið þar sem unnið er að markvissri uppbyggingu. Hver stýrir þróun og stefnumótun í íslenskrar knattspyrnu? Er hvert og eitt félag að vinna í sínu horni eða er einhver stefna á vegum KSÍ?" Þessari spurningu varpaði Ólafur til Eyjólfs Sverrissonar, nýráðins þjálfara A-landsliðsins, sem var einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar. Ólafur kveðst hafa fengið fá svör. "Nei ég fékk ekkert svar en veit að svo er ekki. Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá séð þessa stefnu. Við erum alltaf að tala um að landsliðið okkar sé svo lélegt og leitum skýringa á því en ef uppbygginguna skortir verður landsliðið aldrei gott," segir Ólafur. "Við þurfum að sjálfsögðu að styrkja það landslið sem er núna en það verður að sjálfösgðu að byrja á því að styrkja þá landsliðsmenn sem verða til staðar eftir 10 ár. Þetta er svona í öllum íþróttum. Ég get nefnt danska kvennalandsliðið í handbolta sem dæmi. Danir voru með slakt landslið eins og Ísland fyrir tuttugu árum þegar þeir fóru markvisst að byggja upp yngri landsliðin. Í dag eiga þeir eitt besta kvennalandslið í heimi," segir Ólafur og kallar á skýr markmið. "Ég sé ekki neina stefnu í íslenskum fótbolta, á engan hátt. Ég tel að það sé nauðsynlegt að koma á þessum rauða þræði sem unnið verður að því að styrkja svo að nýjir þjálfarar séu ekki sífellt að byrja á núlli. Það er auðvitað hægt að halda ástandinu óbreyttu en ef það á að nást betri árangur verða öll landsliðin að vera á sömu línu," segir Ólafur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Sjá meira