Asinn á Íslandi kemur á óvart 23. nóvember 2005 08:45 "Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Guðmundur segir deildarkeppnina hér á Íslandi ekki vera eins sterka eins og hún var árið 1999, þegar Guðmundur hélt í atvinnumennsku. "Mér finnst, svona heilt yfir, deildarkeppnin ekki vera eins sterk núna og hún var þegar ég lék hér á landi síðast. Það eru hins vegar fleiri efnilegir leikmenn í deildinni núna heldur en þá, sem er náttúrlega mjög jákvætt." Afturelding er með einstaklega ungan leikmannahóp en Guðmundur gæti hæglega verið faðir nokkurra leikmanna í liðinu, svo mikill er aldursmunurinn. Hann segist þokkalega sáttur við sína frammistöðu en vonast til þess að ná meiri stöðugleika þegar líður á keppnistímabilið. "Ég hef átt ágæta leiki, en svo líka ekkert sérstaklega góða leiki. Vonandi næ ég að finna jafnvægið í næstu leikjum. Það hefur skort svolítið upp á að hafa stöðugleikann en vonandi tekst okkur ná honum og bæta leik okkar þannig. Það eru margir efnilegir strákar í liðinu sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni." Guðmundur hefur mikla trú á landsliði Íslands og vonast til þess að liðið nái góðum árangri á næsta stórmóti. "Það hefur vantað herslumuninn upp á að liðið nái viðunandi árangri á síðustu stórmótum, en ég er sannfærður um að getan er fyrir hendi. Leikmannahópurinn er sterkur og ég hef fulla trú á því að góður árangur náist í framtíðinni." Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Sjá meira
"Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Guðmundur segir deildarkeppnina hér á Íslandi ekki vera eins sterka eins og hún var árið 1999, þegar Guðmundur hélt í atvinnumennsku. "Mér finnst, svona heilt yfir, deildarkeppnin ekki vera eins sterk núna og hún var þegar ég lék hér á landi síðast. Það eru hins vegar fleiri efnilegir leikmenn í deildinni núna heldur en þá, sem er náttúrlega mjög jákvætt." Afturelding er með einstaklega ungan leikmannahóp en Guðmundur gæti hæglega verið faðir nokkurra leikmanna í liðinu, svo mikill er aldursmunurinn. Hann segist þokkalega sáttur við sína frammistöðu en vonast til þess að ná meiri stöðugleika þegar líður á keppnistímabilið. "Ég hef átt ágæta leiki, en svo líka ekkert sérstaklega góða leiki. Vonandi næ ég að finna jafnvægið í næstu leikjum. Það hefur skort svolítið upp á að hafa stöðugleikann en vonandi tekst okkur ná honum og bæta leik okkar þannig. Það eru margir efnilegir strákar í liðinu sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni." Guðmundur hefur mikla trú á landsliði Íslands og vonast til þess að liðið nái góðum árangri á næsta stórmóti. "Það hefur vantað herslumuninn upp á að liðið nái viðunandi árangri á síðustu stórmótum, en ég er sannfærður um að getan er fyrir hendi. Leikmannahópurinn er sterkur og ég hef fulla trú á því að góður árangur náist í framtíðinni."
Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Sjá meira