
Sport
Fyrri leikurinn á Akureyri

KA og rúmenska handknattleiksfélagið Steaua Búkarest hafa komist að samkomulagi um að spila leiki liðanna heima og að heiman. Að því er fram kemur á heimasíðu KA voru einhverjar líkur á því að báðir leikirnir færu fram ytra en af því varð ekki. Fyrri leikur liðanna fer fram á Akureyri 3. desember en síðari leikurinn ytra verður spilaður 11. desember. KA sló út georgíska liðið Mamuli Tbilisi í síðustu umferð.