Áramótin að mestu slysalaus 1. janúar 2005 18:00 Áramótunum var fagnað með tilheyrandi sprengingum og eldglæringum. Þrátt fyrir það voru áramótin að mestu slysalaus víðast hvar þótt einstaka skugga bæri á. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar, segir áramótin hafa verið með rólegasta móti. Ellefu manns gistu þó fangageymslur, þar af tveir sjálfviljugir þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Mikil ölvun var í miðborginni og fólk dvaldi þar lengi. Arnar kveðst ánægður með kvöldið gekk hjá lögreglunni. Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta. Um tuttugu manns vortu í íbúðinni en enginn slasaðist. Enn er verið að yfirheyra manninn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina. Ekki er vitað hvað honum gekk til því eftir á að yfirheyra hann. Þá var maður fluttur á slysadeild um miðnættið eftir að skoteldur sprakk framan í hann á Skólavörðuholti í Reykjavík. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Laust upp úr miðnætti fór flugeldur í gegnum glugga á íbúð í Grafarvogi. Skemmdir urðu á parketi og gardínum, en að öðru leyti fór allt vel. Slökkvilið og lögregla voru kölluð að húsi við Hjallaveg í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Kviknað hafði í kertaskreytingu í glugga. Tveir karlmenn voru handteknir í nótt við það að brjótast inn í hárgreiðslustofu. Annar þeirra náðist á staðnum, en hinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Áramótabrennum var frestað í gær vegna veðurs. Í Kópavogi var kveikt í Breiðabliksbrennunni klukkan fimm í dag og kveikt verður í öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld. Í Keflavík er þó líklega búið að fresta brennu til þrettándans. Flugeldar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Áramótunum var fagnað með tilheyrandi sprengingum og eldglæringum. Þrátt fyrir það voru áramótin að mestu slysalaus víðast hvar þótt einstaka skugga bæri á. Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar, segir áramótin hafa verið með rólegasta móti. Ellefu manns gistu þó fangageymslur, þar af tveir sjálfviljugir þar sem þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Mikil ölvun var í miðborginni og fólk dvaldi þar lengi. Arnar kveðst ánægður með kvöldið gekk hjá lögreglunni. Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa hleypt af haglabyssu í íbúð sinni í austurbæ Reykjavíkur. Maðurinn var ekki að ógna með byssunni en þar sem fleira fólk var í íbúðinni skapaðist augljós hætta. Um tuttugu manns vortu í íbúðinni en enginn slasaðist. Enn er verið að yfirheyra manninn en ekki er vitað hvað honum gekk til. Karlmaður var handtekinn í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun fyrir að úða svokölluðum maze-úða í andlit annars karlmanns í miðborg Reykjavíkur. Við handtöku reyndist hann vera með úðabrúsann á sér, sem og kasthníf. Hann er einnig grunaður um að hafa úðað framan í annan karlmann á skemmtistað í borginni fyrr um nóttina. Ekki er vitað hvað honum gekk til því eftir á að yfirheyra hann. Þá var maður fluttur á slysadeild um miðnættið eftir að skoteldur sprakk framan í hann á Skólavörðuholti í Reykjavík. Meiðsl hans eru ekki alvarleg. Laust upp úr miðnætti fór flugeldur í gegnum glugga á íbúð í Grafarvogi. Skemmdir urðu á parketi og gardínum, en að öðru leyti fór allt vel. Slökkvilið og lögregla voru kölluð að húsi við Hjallaveg í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Kviknað hafði í kertaskreytingu í glugga. Tveir karlmenn voru handteknir í nótt við það að brjótast inn í hárgreiðslustofu. Annar þeirra náðist á staðnum, en hinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. Áramótabrennum var frestað í gær vegna veðurs. Í Kópavogi var kveikt í Breiðabliksbrennunni klukkan fimm í dag og kveikt verður í öðrum brennum á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld. Í Keflavík er þó líklega búið að fresta brennu til þrettándans.
Flugeldar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira