Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2025 10:30 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, ræddi breytingar á vörugjaldi í kvöldfréttum Sýnar í gær. SÝN Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. Fjármálaráðherra hefur lagt til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða þessu á að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vörugjald fellt niður en orkustyrkur lækkaður Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Runólfur segir að breytingarnar á vörugjaldi komi til með að vega upp á móti lægri styrk Orkusjóðs þannig að bílarnir verði kannski ekki á betra verði á næsta ári. „Á sama tíma stendur til að leggja kílómetragjald á alla bíla. Kílómetragjaldið mun hækka um sextán prósent um áramót. Í því kerfi er verið að hygla þeim sem eru með orkufrekari ökutæki, stærri og þyngri,“ segir Runólfur. Þá muni vörugjaldið hækka á eldsneytisbíla hækka verulega, og það muni bitna á tengiltvinnbílum, þar sem verið sé að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra ökutækja. Allir birgi sig upp af bílum fyrir áramót Ríkisstjórnin áætlar að taka um átta milljarða í auknar tekjur af vörubílum á næsta ári eftir breytingarnar á vörugjaldi. Runólfur er ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Hitt er að við sjáum það núna að það virðist vera eins og hver einasti spámaður í landinu sé að flytja inn bíl. Maður heyrir það til dæmis að bílaleigur séu að birgja sig upp af bílum fyrir áramót sem þeir annars hefðu gert á komandi vori.“ „Að óbreyttu munum við sjá mikinn kúf og auknar tekjur í ríkissjóð í lok þessa árs og síðan verður bara hrun í upphafi næsta árs.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur lagt til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða þessu á að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vörugjald fellt niður en orkustyrkur lækkaður Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Runólfur segir að breytingarnar á vörugjaldi komi til með að vega upp á móti lægri styrk Orkusjóðs þannig að bílarnir verði kannski ekki á betra verði á næsta ári. „Á sama tíma stendur til að leggja kílómetragjald á alla bíla. Kílómetragjaldið mun hækka um sextán prósent um áramót. Í því kerfi er verið að hygla þeim sem eru með orkufrekari ökutæki, stærri og þyngri,“ segir Runólfur. Þá muni vörugjaldið hækka á eldsneytisbíla hækka verulega, og það muni bitna á tengiltvinnbílum, þar sem verið sé að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra ökutækja. Allir birgi sig upp af bílum fyrir áramót Ríkisstjórnin áætlar að taka um átta milljarða í auknar tekjur af vörubílum á næsta ári eftir breytingarnar á vörugjaldi. Runólfur er ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Hitt er að við sjáum það núna að það virðist vera eins og hver einasti spámaður í landinu sé að flytja inn bíl. Maður heyrir það til dæmis að bílaleigur séu að birgja sig upp af bílum fyrir áramót sem þeir annars hefðu gert á komandi vori.“ „Að óbreyttu munum við sjá mikinn kúf og auknar tekjur í ríkissjóð í lok þessa árs og síðan verður bara hrun í upphafi næsta árs.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira