Menning

Nýjasta æðið í líkamsræktinni

Nú þegar margir vilja fara leggja drög að heilbrigðu líferni, eftir freistingar og syndir jólahátíðanna, er gott að vita til þess að æfingar ríka og fallega fólksins eru nú orðnar aðgengilegar almenningi. Þessar æfingar nefnast Pilates og er sagt að stjörnur á borð við Madonnu og Björk geti ekki án þeirra verið og báðar þykja þær líta afskaplega vel út. En hvað felst í þessum æfingum og hvers vegna eru þær svona góðar? Magasín leitaði svara hjá Ólafi Jóhannesson íþróttakennara í líkamsræktarstöðinni Laugum. "Þetta er byrjað að njóta mikilla vinsælda hjá okkur og það eru margar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi hentar hreyfingin í Pilates nær öllum en þær byggja á styrktar-, teygju og öndunaræfingum. Ávinningurinn er lengri og ávalari vöðvar, betri líkamsbeiting, flatari og sterkari kviðvöðvar. Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.