Lélegir demparar valda óhöppum 17. janúar 2005 00:01 "Það eru demparar í öllum bílum og minnst fjórir demparar í hverri bifreið - yfirleitt einn á hvert hjól. Það skiptir miklu máli að hafa demparana í lagi því lélegir demparar auka hemlunarvegalengd bílsins og gera aksturseiginleika þar af leiðandi lakari. Líkur á að lenda í árekstri eru því meiri sem hemlunarvegalengdin er lengri. Einnig eru meiri líkur á útafakstri því þegar bíllinn er farinn að dúa mikið lenda ökumenn í erfiðleikum við að hafa stjórn á bílnum því það er líkt og hann sé á gormum," segir Atli. Þrátt fyrir það sem fólk heldur kannski er alls ekki erfitt að athuga hvort demparar séu í góðu standi eður ei. "Besta viðmiðunin um hvort demparar séu orðnir lúnir er að fara yfir hraðahindrun. Því meira sem bíllinn dúar, þeim mun lélegri eru dempararnir. Þetta er mjög stór þáttur í öryggi bílsins og ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því. Í dýrari bílum endast demparar um 120 til 150 þúsund kílómetra en í ódýrari bílum eru þeir farnir að slappast verulega eftir um það bil 100 þúsund kílómetra." Atli er segist hissa á að svokallaðir demparaprófarar séu ekki komnir á skoðunarstöðvar. "Í skoðun eru demparar bara öngskoðaðir og athugað hvort þeir leki. Það er vökvi í dempurum og stundum gas og ef lekur er sett út á það og nýr settur í staðinn. En ef bara er skipt um einn dempara og hinir þrír eru lélegir þá versna aksturseiginleikar bílsins til muna," segir Atli en vandi er að finna demparaprófara hér á landi. "Við hjá B&L erum að skoða það alvarlega að leigja svona demparaprófara og bjóða fólki að koma til okkar og prófa. Við viljum endilega vekja upp umræðu um dempara því þetta er mjög mikið öryggisatriði fyrir alla í umferðinni." Fyrirtækið Fálkinn er með demparaprófara á sínum snærum en það er mikið apparat og tekur um tvo tíma að setja upp. Fálkinn hefur sett hann upp nokkrum sinnum, auglýst það og boðið fólki að prófa demparana því að kostnaðarlausu. Sumarið 2003 var fyrirtækið með hann uppsettann allt sumarið og var ferðast með hann frá Reykjavík til Hvolsvallar með viðkomu á bensínstöðvum Olís. Síðasta sumar var hann settur upp nokkrum sinnum sem og í haust og stefna starfsmenn Fálkans á að setja hann aftur upp í vor þegar sól hækkar á lofti. Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Það eru demparar í öllum bílum og minnst fjórir demparar í hverri bifreið - yfirleitt einn á hvert hjól. Það skiptir miklu máli að hafa demparana í lagi því lélegir demparar auka hemlunarvegalengd bílsins og gera aksturseiginleika þar af leiðandi lakari. Líkur á að lenda í árekstri eru því meiri sem hemlunarvegalengdin er lengri. Einnig eru meiri líkur á útafakstri því þegar bíllinn er farinn að dúa mikið lenda ökumenn í erfiðleikum við að hafa stjórn á bílnum því það er líkt og hann sé á gormum," segir Atli. Þrátt fyrir það sem fólk heldur kannski er alls ekki erfitt að athuga hvort demparar séu í góðu standi eður ei. "Besta viðmiðunin um hvort demparar séu orðnir lúnir er að fara yfir hraðahindrun. Því meira sem bíllinn dúar, þeim mun lélegri eru dempararnir. Þetta er mjög stór þáttur í öryggi bílsins og ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því. Í dýrari bílum endast demparar um 120 til 150 þúsund kílómetra en í ódýrari bílum eru þeir farnir að slappast verulega eftir um það bil 100 þúsund kílómetra." Atli er segist hissa á að svokallaðir demparaprófarar séu ekki komnir á skoðunarstöðvar. "Í skoðun eru demparar bara öngskoðaðir og athugað hvort þeir leki. Það er vökvi í dempurum og stundum gas og ef lekur er sett út á það og nýr settur í staðinn. En ef bara er skipt um einn dempara og hinir þrír eru lélegir þá versna aksturseiginleikar bílsins til muna," segir Atli en vandi er að finna demparaprófara hér á landi. "Við hjá B&L erum að skoða það alvarlega að leigja svona demparaprófara og bjóða fólki að koma til okkar og prófa. Við viljum endilega vekja upp umræðu um dempara því þetta er mjög mikið öryggisatriði fyrir alla í umferðinni." Fyrirtækið Fálkinn er með demparaprófara á sínum snærum en það er mikið apparat og tekur um tvo tíma að setja upp. Fálkinn hefur sett hann upp nokkrum sinnum, auglýst það og boðið fólki að prófa demparana því að kostnaðarlausu. Sumarið 2003 var fyrirtækið með hann uppsettann allt sumarið og var ferðast með hann frá Reykjavík til Hvolsvallar með viðkomu á bensínstöðvum Olís. Síðasta sumar var hann settur upp nokkrum sinnum sem og í haust og stefna starfsmenn Fálkans á að setja hann aftur upp í vor þegar sól hækkar á lofti.
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira