Gaman að sjá Svanavatnið 20. janúar 2005 00:01 Snorri Wium óperusöngvari ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur, einkum eftir frábæra frammistöðu sína í sýningu Íslensku óperunnar á Sweeney Todd í haust. Hann skrapp til Rússlands í fyrravor og varð fyrir ýmsum hughrifum í þeirri ferð. "Ég fór til Pétursborgar í tónleikaferð með Fóstbræðrum. Við Elín Ósk Óskarsdóttir fórum með sem einsöngvarar og við fluttum Ödipus Rex á glæsilegum tónleikum með Fílharmoníusveit Pétursborgar, sem er einhver besta hljómsveit í heimi. Við fórum fyrst til Helsinki og keyrðum þaðan til Pétursborgar. Það var dálítið áfall að keyra í gegnum Rússland, bæirnir á leiðinni voru eitthvað svo ömurlegir. Þar býr fólk í stórum, hrörlegum blokkum sem eru stagbættar með hverju því efni sem hendi er næst, plastpokum og hvað eina. Og svo er Pétursborg svona dásamlega falleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þarna er höll við höll og búið að gera allt upp mjög glæsilega og fallega." Snorri starfar ekki bara sem söngvari heldur líka málarameistari. Hann segist þó hafa verið hvorugt á ferð sinni um Pétursborg. "Ég var þarna fyrst og fremst sem túristi. Þarna eru ótrúleg söfn og ógrynni af listaverkum eftir alla stærstu listamenn sögunnar. Svanavatnið, sem varð kveikjan að hinum stórkostlega ballett og tónverki, er þarna til dæmis og þó það sé bara lítill andapollur var sérstaklega gaman að sjá það." Ferðalög Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Snorri Wium óperusöngvari ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur, einkum eftir frábæra frammistöðu sína í sýningu Íslensku óperunnar á Sweeney Todd í haust. Hann skrapp til Rússlands í fyrravor og varð fyrir ýmsum hughrifum í þeirri ferð. "Ég fór til Pétursborgar í tónleikaferð með Fóstbræðrum. Við Elín Ósk Óskarsdóttir fórum með sem einsöngvarar og við fluttum Ödipus Rex á glæsilegum tónleikum með Fílharmoníusveit Pétursborgar, sem er einhver besta hljómsveit í heimi. Við fórum fyrst til Helsinki og keyrðum þaðan til Pétursborgar. Það var dálítið áfall að keyra í gegnum Rússland, bæirnir á leiðinni voru eitthvað svo ömurlegir. Þar býr fólk í stórum, hrörlegum blokkum sem eru stagbættar með hverju því efni sem hendi er næst, plastpokum og hvað eina. Og svo er Pétursborg svona dásamlega falleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þarna er höll við höll og búið að gera allt upp mjög glæsilega og fallega." Snorri starfar ekki bara sem söngvari heldur líka málarameistari. Hann segist þó hafa verið hvorugt á ferð sinni um Pétursborg. "Ég var þarna fyrst og fremst sem túristi. Þarna eru ótrúleg söfn og ógrynni af listaverkum eftir alla stærstu listamenn sögunnar. Svanavatnið, sem varð kveikjan að hinum stórkostlega ballett og tónverki, er þarna til dæmis og þó það sé bara lítill andapollur var sérstaklega gaman að sjá það."
Ferðalög Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira