Herdís, Margrét og Valgerður ráða 26. janúar 2005 00:01 Spennu gætir í bókmenntaheiminum í dag því Íslensku bókmenntaverðlaunin verða veitt á Bessastöðum síðdegis. Líkt og undanfarin ár eru fimm bækur nefndar til verðlauna í flokkunum tveimur; flokki fagurbókmennta og flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Í fyrrnefnda flokknum eru tilnefnd þau Arnaldur Indriðason fyrir Kleifarvatn, Auður Jónsdóttir fyrir Fólkið í kjallaranum, Einar Már Guðmundsson fyrir Bítlaávarpið, Guðrún Helgadóttir fyrir Öðruvísi fjölskyldu og Sigfús Bjartmarsson fyrir Andræði. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Einar Már hefur í þrígang verið tilnefndur, Auður tvisvar og Sigfús einu sinni. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis eru tilnefnd þau Halldór Guðmundsson fyrir Halldór Laxness, Helgi Þorláksson fyrir Sögu Íslands 6. og 7. bindi, Inga Dóra Björnsdóttir fyrir Ólöfu eskimóa, Páll Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg fyrir Íslensk spendýr og Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir fyrir Íslendinga. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Helgi, Páll og Jón Baldur hafa allir verið tilnefndir áður. Herdís Þorgeirsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir skipa nefndina sem sker úr um hverjir hljóta verðlaunin að þessu sinni en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir þau. Bókmenntir Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Spennu gætir í bókmenntaheiminum í dag því Íslensku bókmenntaverðlaunin verða veitt á Bessastöðum síðdegis. Líkt og undanfarin ár eru fimm bækur nefndar til verðlauna í flokkunum tveimur; flokki fagurbókmennta og flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Í fyrrnefnda flokknum eru tilnefnd þau Arnaldur Indriðason fyrir Kleifarvatn, Auður Jónsdóttir fyrir Fólkið í kjallaranum, Einar Már Guðmundsson fyrir Bítlaávarpið, Guðrún Helgadóttir fyrir Öðruvísi fjölskyldu og Sigfús Bjartmarsson fyrir Andræði. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Einar Már hefur í þrígang verið tilnefndur, Auður tvisvar og Sigfús einu sinni. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis eru tilnefnd þau Halldór Guðmundsson fyrir Halldór Laxness, Helgi Þorláksson fyrir Sögu Íslands 6. og 7. bindi, Inga Dóra Björnsdóttir fyrir Ólöfu eskimóa, Páll Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg fyrir Íslensk spendýr og Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir fyrir Íslendinga. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Helgi, Páll og Jón Baldur hafa allir verið tilnefndir áður. Herdís Þorgeirsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir skipa nefndina sem sker úr um hverjir hljóta verðlaunin að þessu sinni en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir þau.
Bókmenntir Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira