Dagbjört í Virku býður í heimsókn 26. janúar 2005 00:01 "Við opnuðum í lok október og viðtökurnar hafa verið vægast sagt frábærar," segir Dagbjört Helgadóttir sem starfar sem skrifstofustjóri í húsgagnaversluninni Virku en foreldrar hennar, Guðfinna Helgadóttir og Helgi Axelsson, eru eigendur verslunarinnar. Virka er því fjölskyldufyrirtæki og samkvæmt Dagbjörtu gengur samstarfið afar vel. "Okkur fannst vanta meira úrval af gamaldags amerískum vörum, húsgögnum og svona dúlleríi. Við höfðum verið með vefnaðarvöruverslunina Virku í tugi ára og þetta er skemmtileg viðbót. Í vefnaðarvöruversluninni erum við einnig með gjafavöru ásamt bútasaumsvörunum og það var alltaf draumur hjá okkur að opna svona verslun enda öll mjög hrifin af Bandaríkjunum og fallegu heimilinum sem þar finnast," segir Dagbjört. "Sem betur fer erum við mjög náin fjölskylda því annars gengi þetta aldrei enda eyðum við öllum stundum saman. Það versta er að þegar við hittumst utan vinnu tölum við ekki um neitt annað," segir Dagbjört hlæjandi og bætir við að spenningurinn við opnunina hafi verið mikill. Frumherji í bútasaum Guðfinna, móðir Dagbjartar, hefur kennt bútasaum til fjölda ára og var reyndar sú sem kynnti Íslendinga fyrir faginu. "Þegar hún fór að kenna bútasauminn smitaðist áhuginn hratt. Þau opnuðu litla búð í Árbænum þar sem þau vorur með körfuhúsgögn og hnýtigarn ásamt bútasaumnum og því má segja að við séum komin í hring, aftur komin í húsgögnin." Þeir sem koma inn í Virku eru allir á einu máli að þarna séu afar fallegar vörur að finna. Húsgögnin eru smíðuð á litlu verkstæði í Bandaríkjunum með sömu tækni og notuð var fyrir 200 árum. Húsgögnin eru tvímáluð og efri málningin pússuð niður á köntum svo þau virka gömul. Úrvalið af húsgögnum og gjafavörum er mjög mikið en sjón er sögu ríkari. Lestu ítarlegt viðtal við Dagbjörtu og skoðaðu myndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Hús og heimili Menning Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
"Við opnuðum í lok október og viðtökurnar hafa verið vægast sagt frábærar," segir Dagbjört Helgadóttir sem starfar sem skrifstofustjóri í húsgagnaversluninni Virku en foreldrar hennar, Guðfinna Helgadóttir og Helgi Axelsson, eru eigendur verslunarinnar. Virka er því fjölskyldufyrirtæki og samkvæmt Dagbjörtu gengur samstarfið afar vel. "Okkur fannst vanta meira úrval af gamaldags amerískum vörum, húsgögnum og svona dúlleríi. Við höfðum verið með vefnaðarvöruverslunina Virku í tugi ára og þetta er skemmtileg viðbót. Í vefnaðarvöruversluninni erum við einnig með gjafavöru ásamt bútasaumsvörunum og það var alltaf draumur hjá okkur að opna svona verslun enda öll mjög hrifin af Bandaríkjunum og fallegu heimilinum sem þar finnast," segir Dagbjört. "Sem betur fer erum við mjög náin fjölskylda því annars gengi þetta aldrei enda eyðum við öllum stundum saman. Það versta er að þegar við hittumst utan vinnu tölum við ekki um neitt annað," segir Dagbjört hlæjandi og bætir við að spenningurinn við opnunina hafi verið mikill. Frumherji í bútasaum Guðfinna, móðir Dagbjartar, hefur kennt bútasaum til fjölda ára og var reyndar sú sem kynnti Íslendinga fyrir faginu. "Þegar hún fór að kenna bútasauminn smitaðist áhuginn hratt. Þau opnuðu litla búð í Árbænum þar sem þau vorur með körfuhúsgögn og hnýtigarn ásamt bútasaumnum og því má segja að við séum komin í hring, aftur komin í húsgögnin." Þeir sem koma inn í Virku eru allir á einu máli að þarna séu afar fallegar vörur að finna. Húsgögnin eru smíðuð á litlu verkstæði í Bandaríkjunum með sömu tækni og notuð var fyrir 200 árum. Húsgögnin eru tvímáluð og efri málningin pússuð niður á köntum svo þau virka gömul. Úrvalið af húsgögnum og gjafavörum er mjög mikið en sjón er sögu ríkari. Lestu ítarlegt viðtal við Dagbjörtu og skoðaðu myndirnar í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Hús og heimili Menning Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira