Menning

Góður svefn bætir minni

Tvær nýlegar svefnrannsóknir benda til þess að góður svefn bæti minni umtalsvert og auki hæfni til þess að leysa vandamál. Í rannsóknunum sem læknar og taugasálfræðingar í Bandaríkjunum og Þýskalandi gerðu voru þátttakendur ýmist látnir glíma við talnaþrautir eða rifja upp hluti, annars vegar eftir tólf tíma vöku og hins vegar eftir góðan nætursvefn. Í minnisþrautinni var nákvæmnin meira en þriðjungi meiri hjá þeim sem sváfu fyrir verkefnið og í talnaþrautinni stóðu úthvíldir þátttakendur sig meira en helmingi betur en þeir sem ekki sváfu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.