Fimm tóku Vioxx, fengu hjartaáfall 27. janúar 2005 00:01 Landlæknisembættið athugar nú möguleikana á því að gera rannsókn á því hvort megi finna aukningu á hjarta og heilaáföllum hjá gigtarsjúklingum sem notuðu Vioxx hér á landi síðastliðin ár miðað við sjúklinga með sama sjúkdóm, sem notuðu eldri gigtarlyfin.Til þess þarf að nota upplýsingar úr gagnagrunnum, sem fyrir hendi eru og fá til þess tilskilin leyfi. Tilkynningar hafa borist á síðustu dögum til embættisins um fimm sjúklinga sem allir voru á Vioxx - gigtarlyfinu og hafa fengið hjartaáfall, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. "Hér er um tölfræðilega nálgun sé að ræða, það er samanburð á þessum hópum fólks. Það má líta á töku lyfsins sem áhættuþátt, líkt og reykingar eru áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma samkvæmt tölfræðilegum gögnum, en ekki sé hægt beinlínis að benda á ákveðinn einstakling og fullyrða að Vioxx hafi orðið honum að bana," sagði Matthías Hann kvaðst vilja undirstrika að rannsóknarhugmyndin væri á algjöru frumstigi. Til hennar þyrfti aukafjármagn, sem reynt yrði að sækja, svo og einhvern aukamannafla. Varðandi tilkynningaskyldu lækna um aukaverkanir lyfja sagði Matthías, að hún væri vissulega til staðar. Hins vegar væri oft erfitt fyrir menn að átta sig á því hvenær væri um eindregnar aukaverkanir að ræða og hvenær um hluta meðferðar, eða einfaldlega einkenni sem tengdust sjúkdóminum sjálfum eða þá öðrum lyfjum sem viðkomandi notar. "Hins vegar er því ekki að neita að eru tilkynningar frá íslenskum læknum eru færri heldur en gengur og gerist meðal annarra þjóða," sagði Matthías. Spurður hversu miklu munaði þar sagði hann að það gæti verið allt að helmingur. Í Vioxx-málinu hefðu aukaverkanatilkynningar þó litlu breytt, því um væri að ræða áföll sem kæmu eftir áralanga notkun. "Þessi tilkynningaskylda er til þess að lyfjaframleiðendur og yfirvöld fái upplýsingar," sagði hann enn fremur. "Íslendingar nota aðeins örlítið brot af lyfjunum í heiminum. Það má kannski segja að ekki skipti sköpum hvort allt sé tilkynnt frá Íslandi eða ekki neitt, þótt ekki verið að draga úr því að íslenskir læknar eiga að standa sig betur í því að tilkynna um aukaverkanir og leggja þannig sitt af mörkum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Landlæknisembættið athugar nú möguleikana á því að gera rannsókn á því hvort megi finna aukningu á hjarta og heilaáföllum hjá gigtarsjúklingum sem notuðu Vioxx hér á landi síðastliðin ár miðað við sjúklinga með sama sjúkdóm, sem notuðu eldri gigtarlyfin.Til þess þarf að nota upplýsingar úr gagnagrunnum, sem fyrir hendi eru og fá til þess tilskilin leyfi. Tilkynningar hafa borist á síðustu dögum til embættisins um fimm sjúklinga sem allir voru á Vioxx - gigtarlyfinu og hafa fengið hjartaáfall, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. "Hér er um tölfræðilega nálgun sé að ræða, það er samanburð á þessum hópum fólks. Það má líta á töku lyfsins sem áhættuþátt, líkt og reykingar eru áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma samkvæmt tölfræðilegum gögnum, en ekki sé hægt beinlínis að benda á ákveðinn einstakling og fullyrða að Vioxx hafi orðið honum að bana," sagði Matthías Hann kvaðst vilja undirstrika að rannsóknarhugmyndin væri á algjöru frumstigi. Til hennar þyrfti aukafjármagn, sem reynt yrði að sækja, svo og einhvern aukamannafla. Varðandi tilkynningaskyldu lækna um aukaverkanir lyfja sagði Matthías, að hún væri vissulega til staðar. Hins vegar væri oft erfitt fyrir menn að átta sig á því hvenær væri um eindregnar aukaverkanir að ræða og hvenær um hluta meðferðar, eða einfaldlega einkenni sem tengdust sjúkdóminum sjálfum eða þá öðrum lyfjum sem viðkomandi notar. "Hins vegar er því ekki að neita að eru tilkynningar frá íslenskum læknum eru færri heldur en gengur og gerist meðal annarra þjóða," sagði Matthías. Spurður hversu miklu munaði þar sagði hann að það gæti verið allt að helmingur. Í Vioxx-málinu hefðu aukaverkanatilkynningar þó litlu breytt, því um væri að ræða áföll sem kæmu eftir áralanga notkun. "Þessi tilkynningaskylda er til þess að lyfjaframleiðendur og yfirvöld fái upplýsingar," sagði hann enn fremur. "Íslendingar nota aðeins örlítið brot af lyfjunum í heiminum. Það má kannski segja að ekki skipti sköpum hvort allt sé tilkynnt frá Íslandi eða ekki neitt, þótt ekki verið að draga úr því að íslenskir læknar eiga að standa sig betur í því að tilkynna um aukaverkanir og leggja þannig sitt af mörkum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira