Málfar og metnaður 2. febrúar 2005 00:01 Íslenskan er merkilegt tungumál. Forn, norræn og merkilega lítið breytt að mörgu leyti frá því fyrir margt löngu. Enn lifa með þjóðinni forn orð sem hafa ekkert breyst frá því á landnámsöld og eru trúlega reyndar enn eldri. Auðvitað hefur málið þó tekið talsverðum breytingum, bæði málfræðilega og eins höfum við tekið inn ýmis nýyrði. Nýyrðasmíð á Íslandi hefur í mörgum tilvikum tekist mjög vel. Nefna má orð eins og þyrla, tölva og hljóðnemi. Fyrir 30-40 árum voru þessi orð varla eða ekki til, þyrlur voru kallaðar helikofterar eða bara koftar en nýyrðið þyrla náði að útrýma þeim erlendu slettum svo rækilega að í dag talar enginn um kofta. Á þeim tíma var lagt að börnum í Reykjavík að fara leika sér á fortóinu og íslenskar húsmæður tóku kaffisopann með sér út á altan á sólbjörtum sumardögum. Bæði þessi dönsku orð eru með öllu horfin úr málinu. Það gerðist með nokkru átaki, unnið var að því markvisst að útrýma dönskuslettum og tókst. Í dag búum við hinsvegar við enskuslettur í stórum stíl og enginn agnúast út í þær að nokkru marki. Þó mætti sjálfsagt útrýma þeim orðum eins og dönskuslettunum ef átak væri í því gert. Ný útgáfa af íslensku ritmáli hefur litið dagsins ljós á netinu og í sms sendingum. Þar er gjarnan skrifað eftir framburði þannig að "eitthvað" verður "ekkva" og "þú veist" verður "þúst". Enn sem komið er virðast notendur þessarar útgáfu íslensks ritmáls gera sér grein fyrir því að hún á aðeins við á bloggsíðum og í sms sendingum. Á meðan svo er er bara gaman að fylgjast með þessum tilraunum. Sama má segja um ýmsar bloggsíður þar sem gott íslenskufólk leikur sér með ritmálið með ýmsum hætti. "Hugsað" verður "huxað" og "loksins" verður "loxins". Það er hinsvegar ekkert gaman að svona tilraunum nema ritarinn hafi mjög gott vald á íslensku máli og geti þannig leyft sér ýmis frávik. Sá sem ekki hefur blæbrigði málsins vel á valdi sínu lendir strax í ógöngum í tilraunum af þessu tagi og bloggið hans verður leiðinlegt og fráhrindandi. Í því samhengi má svo velta fyrir sér tökuorðinu blogg. Er það komið til að vera eða megum við vænta góðs nýyrðis sem leysir það af hólmi? Þetta eru skemmtilegar tilraunir og ekki að sjá að tungumálinu okkar stafi af þeim nein umtalsverð hætta. Hitt er verra þegar metnaðarleysi ræður ríkjum þar sem aðgátar er þörf þannig að beinar málvillur ergja þá sem betur vita og villa um fyrir þeim sem óöruggir eru. Fjölmiðlar og fyrirtæki af ýmsum toga þurfa að sýna meiri metnað í málfari en nú virðist oft raunin. Það er makalaust að sjá ítrekað birtast á sjónvarpsstöðvum auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að kaupa pizzu með 2 áleggjum. Hver ætlar að borða pizzu með áleggjum? Mörg álegg geta ekki verið neitt annað en egg úr áli og þótt nú sé að rísa stór og mikil álverksmiðja austur á fjörðum er full langt gengið að ætla að sneiða framleiðsluna þaðan ofan á pizzur. Á kannski að bræða þessi egg ofan á pizzurnar? Álegg ofan á brauð er eintöluorð og getur aldrei orðið fleirtöluorð. Ekki frekar en við getum sagt margar mjólkur eða margir rjómar. Sum orð eru einfaldlega föst, annað hvort í eintölu eða fleirtölu. Það gildir t.d. um klippur og ótrúlegt að virðulegt fyrirtæki sem rekur margar verslanir skuli ekki sjá sóma sinn í því að hafa málfar á auglýsingum í verslunum sínum í lagi. Rafmagnsklippa er auglýst í ónefndri verslun í borginni. Er þá hægt að kaupa þar eina klippu? Er hún kannski þá hálf í því tilviki, þ.e. bara með einu blaði? Enn sorglegra er þegar gildandi menn í skólamálum gera sig seka um að segja að skólafólk hafi góða grunnfærni. Enginn vill vera grunnfær, þ.e. yfirborðskenndur, einfaldur eða vitgrannur svo vitnað sé í orðabók. Sá sem býr yfir grunnfærni er sem sagt heldur heimskur. Það er því dapurleg hugsanavilla að segja að einhver búi yfir góðri grunnfærni. Villur af þessu tagi þarf að forðast og vanda málfar og auka metnað. Kannski vantar bara málfarslöggu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Íslenskan er merkilegt tungumál. Forn, norræn og merkilega lítið breytt að mörgu leyti frá því fyrir margt löngu. Enn lifa með þjóðinni forn orð sem hafa ekkert breyst frá því á landnámsöld og eru trúlega reyndar enn eldri. Auðvitað hefur málið þó tekið talsverðum breytingum, bæði málfræðilega og eins höfum við tekið inn ýmis nýyrði. Nýyrðasmíð á Íslandi hefur í mörgum tilvikum tekist mjög vel. Nefna má orð eins og þyrla, tölva og hljóðnemi. Fyrir 30-40 árum voru þessi orð varla eða ekki til, þyrlur voru kallaðar helikofterar eða bara koftar en nýyrðið þyrla náði að útrýma þeim erlendu slettum svo rækilega að í dag talar enginn um kofta. Á þeim tíma var lagt að börnum í Reykjavík að fara leika sér á fortóinu og íslenskar húsmæður tóku kaffisopann með sér út á altan á sólbjörtum sumardögum. Bæði þessi dönsku orð eru með öllu horfin úr málinu. Það gerðist með nokkru átaki, unnið var að því markvisst að útrýma dönskuslettum og tókst. Í dag búum við hinsvegar við enskuslettur í stórum stíl og enginn agnúast út í þær að nokkru marki. Þó mætti sjálfsagt útrýma þeim orðum eins og dönskuslettunum ef átak væri í því gert. Ný útgáfa af íslensku ritmáli hefur litið dagsins ljós á netinu og í sms sendingum. Þar er gjarnan skrifað eftir framburði þannig að "eitthvað" verður "ekkva" og "þú veist" verður "þúst". Enn sem komið er virðast notendur þessarar útgáfu íslensks ritmáls gera sér grein fyrir því að hún á aðeins við á bloggsíðum og í sms sendingum. Á meðan svo er er bara gaman að fylgjast með þessum tilraunum. Sama má segja um ýmsar bloggsíður þar sem gott íslenskufólk leikur sér með ritmálið með ýmsum hætti. "Hugsað" verður "huxað" og "loksins" verður "loxins". Það er hinsvegar ekkert gaman að svona tilraunum nema ritarinn hafi mjög gott vald á íslensku máli og geti þannig leyft sér ýmis frávik. Sá sem ekki hefur blæbrigði málsins vel á valdi sínu lendir strax í ógöngum í tilraunum af þessu tagi og bloggið hans verður leiðinlegt og fráhrindandi. Í því samhengi má svo velta fyrir sér tökuorðinu blogg. Er það komið til að vera eða megum við vænta góðs nýyrðis sem leysir það af hólmi? Þetta eru skemmtilegar tilraunir og ekki að sjá að tungumálinu okkar stafi af þeim nein umtalsverð hætta. Hitt er verra þegar metnaðarleysi ræður ríkjum þar sem aðgátar er þörf þannig að beinar málvillur ergja þá sem betur vita og villa um fyrir þeim sem óöruggir eru. Fjölmiðlar og fyrirtæki af ýmsum toga þurfa að sýna meiri metnað í málfari en nú virðist oft raunin. Það er makalaust að sjá ítrekað birtast á sjónvarpsstöðvum auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að kaupa pizzu með 2 áleggjum. Hver ætlar að borða pizzu með áleggjum? Mörg álegg geta ekki verið neitt annað en egg úr áli og þótt nú sé að rísa stór og mikil álverksmiðja austur á fjörðum er full langt gengið að ætla að sneiða framleiðsluna þaðan ofan á pizzur. Á kannski að bræða þessi egg ofan á pizzurnar? Álegg ofan á brauð er eintöluorð og getur aldrei orðið fleirtöluorð. Ekki frekar en við getum sagt margar mjólkur eða margir rjómar. Sum orð eru einfaldlega föst, annað hvort í eintölu eða fleirtölu. Það gildir t.d. um klippur og ótrúlegt að virðulegt fyrirtæki sem rekur margar verslanir skuli ekki sjá sóma sinn í því að hafa málfar á auglýsingum í verslunum sínum í lagi. Rafmagnsklippa er auglýst í ónefndri verslun í borginni. Er þá hægt að kaupa þar eina klippu? Er hún kannski þá hálf í því tilviki, þ.e. bara með einu blaði? Enn sorglegra er þegar gildandi menn í skólamálum gera sig seka um að segja að skólafólk hafi góða grunnfærni. Enginn vill vera grunnfær, þ.e. yfirborðskenndur, einfaldur eða vitgrannur svo vitnað sé í orðabók. Sá sem býr yfir grunnfærni er sem sagt heldur heimskur. Það er því dapurleg hugsanavilla að segja að einhver búi yfir góðri grunnfærni. Villur af þessu tagi þarf að forðast og vanda málfar og auka metnað. Kannski vantar bara málfarslöggu.