Helmingi fleiri nefna Ingibjörgu 2. febrúar 2005 00:01 Rúmlega 63 prósent telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en einungis 32 prósent nefna núverandi formann, Össur Skarphéðinsson. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma. Ef einungis er litið til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna er munurinn enn meiri. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir að hann telji Össur enga möguleika eiga á sigri. Staðan hans hafi þó batnað síðan fyrir einu til tveimur árum. Síðan fyrir kosningar hafi staða Ingibjargar Sólrúnar veikst, en það fylgi því að vera ekki á þingi. "Össur er sterkur í flokknum, fyrir utan að njóta meiri vinsemdar í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. En það er erfitt að sjá fyrir sér að hann vinni þennan slag. Hann sagði sjálfur að hann sæi Ingibjörgu Sólrúnu fyrir sér sem framtíðarleiðtoga." Gunnar Helgi segir erfitt að meta stöðu þeirra tveggja í formannskosningunni út frá öðrum baráttum um formannsembætti stjórnmálaflokks. "Það er nærtækast að bera saman Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson árið 1991. En þar var munurinn mun minni á milli frambjóðendanna. Þar gat enginn sagt fyrir fram hvernig myndi fara, þrátt fyrir að menn hafi gert því skóna að Davíð yrði framtíðarleiðtogi flokksins." Gunnar Helgi man ekki eftir formannsslag þar sem sitjandi formaður hafði svo slaka stöðu. Ekki er búið að ákveða hvenær kosning hefst. Nú eru um 14.000 á kjörskrá, og verður kosið um formanninn meðal flokksmanna Samfylkingarinnar í póstkosningu, um það bil mánuði áður en landsfundur flokksins hefst. Búið er að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir kosningarnar, en í henni sitja Flosi Eiríksson, Jón Gunnar Ottósson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Rúmlega 63 prósent telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en einungis 32 prósent nefna núverandi formann, Össur Skarphéðinsson. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma. Ef einungis er litið til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna er munurinn enn meiri. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir að hann telji Össur enga möguleika eiga á sigri. Staðan hans hafi þó batnað síðan fyrir einu til tveimur árum. Síðan fyrir kosningar hafi staða Ingibjargar Sólrúnar veikst, en það fylgi því að vera ekki á þingi. "Össur er sterkur í flokknum, fyrir utan að njóta meiri vinsemdar í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. En það er erfitt að sjá fyrir sér að hann vinni þennan slag. Hann sagði sjálfur að hann sæi Ingibjörgu Sólrúnu fyrir sér sem framtíðarleiðtoga." Gunnar Helgi segir erfitt að meta stöðu þeirra tveggja í formannskosningunni út frá öðrum baráttum um formannsembætti stjórnmálaflokks. "Það er nærtækast að bera saman Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson árið 1991. En þar var munurinn mun minni á milli frambjóðendanna. Þar gat enginn sagt fyrir fram hvernig myndi fara, þrátt fyrir að menn hafi gert því skóna að Davíð yrði framtíðarleiðtogi flokksins." Gunnar Helgi man ekki eftir formannsslag þar sem sitjandi formaður hafði svo slaka stöðu. Ekki er búið að ákveða hvenær kosning hefst. Nú eru um 14.000 á kjörskrá, og verður kosið um formanninn meðal flokksmanna Samfylkingarinnar í póstkosningu, um það bil mánuði áður en landsfundur flokksins hefst. Búið er að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir kosningarnar, en í henni sitja Flosi Eiríksson, Jón Gunnar Ottósson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira