Vinnan oft ágætis líkamsrækt 8. febrúar 2005 00:01 Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Mér finnst mjög gott að fara í sund og svo tók ég upp á því í fyrra að hlaupa úti og hljóp sjö kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupin detta niður á veturna því ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að hlaupa í kulda, hálku og roki. Á fimmtudögum hitti ég systur mína og saumaklúbbinn hennar og annaðhvort göngum við rösklega eða hlaupum. Á eftir förum við svo í sund þar sem systir mín er að kenna mér skriðsund. Ég syndi yfirleitt hálfan kílómetra á fimmtudögum en annars heilan. Á sumrin legg ég bílnum og hjóla minna ferða. Ég reyni að koma hreyfingunni inn í daglega lífið og geng milli staða frekar en að keyra. Ég kenni dans í sviðslistadeild Námsflokka Hafnarfjarðar og það er ofsalega gaman. Mig langar að fara aftur í dans. Dansinn reynir á alla vöðva og samhæfingu og flæði og allt. Svo er ég oft að leika í líkamlega krefjandi sýningum og þá er vinnan eiginlega orðin að líkamsrækt." Hún hefur líka grætt á því að vinna við tímaritið Í formi. "Ég finn oft lausnir í blaðinu og prófa það sem þar er kynnt á sjálfri mér. Þó fer aðeins eftir hvað það er. Ég held til dæmis að ég eigi dálítið langt í að hlaupa úti á veturna." En hvað gerir hún þegar veðrið er vont? "Ég fór á námskeið í Rope Yoga fyrir ári og þegar veðrið kemur í veg fyrir að ég fari í sund eða út að hlaupa eða hjóla þá geri ég nokkrar æfingar og það er alveg frábært." Heilsa Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Mér finnst mjög gott að fara í sund og svo tók ég upp á því í fyrra að hlaupa úti og hljóp sjö kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupin detta niður á veturna því ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að hlaupa í kulda, hálku og roki. Á fimmtudögum hitti ég systur mína og saumaklúbbinn hennar og annaðhvort göngum við rösklega eða hlaupum. Á eftir förum við svo í sund þar sem systir mín er að kenna mér skriðsund. Ég syndi yfirleitt hálfan kílómetra á fimmtudögum en annars heilan. Á sumrin legg ég bílnum og hjóla minna ferða. Ég reyni að koma hreyfingunni inn í daglega lífið og geng milli staða frekar en að keyra. Ég kenni dans í sviðslistadeild Námsflokka Hafnarfjarðar og það er ofsalega gaman. Mig langar að fara aftur í dans. Dansinn reynir á alla vöðva og samhæfingu og flæði og allt. Svo er ég oft að leika í líkamlega krefjandi sýningum og þá er vinnan eiginlega orðin að líkamsrækt." Hún hefur líka grætt á því að vinna við tímaritið Í formi. "Ég finn oft lausnir í blaðinu og prófa það sem þar er kynnt á sjálfri mér. Þó fer aðeins eftir hvað það er. Ég held til dæmis að ég eigi dálítið langt í að hlaupa úti á veturna." En hvað gerir hún þegar veðrið er vont? "Ég fór á námskeið í Rope Yoga fyrir ári og þegar veðrið kemur í veg fyrir að ég fari í sund eða út að hlaupa eða hjóla þá geri ég nokkrar æfingar og það er alveg frábært."
Heilsa Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira