Menningarsögulegt slys á Laugavegi 13. febrúar 2005 00:01 Borgaryfirvöld létu undan þrýstingi hagsmunaaðila þegar þau heimiluðu að láta rífa 25 gömul hús við Laugaveg. Það er mat borgarfulltrúa F-listans. Hann segir allt of langt gengið í niðurrifi og við blasi menningarsögulegt slys. Við blasir að á þriðja tug gamalla húsa við Laugaveg víkja fyrir nýju atvinnuhúsnæði. Þau er öll á svæðinu frá Laugavegi 1 til 73 en það er um þriðjungur húsa á því svæði. Tillagan kom frá starfshópi sem í áttu sæti bæði athafnamenn og húsfriðunarsinnar. Pétur Ármannsson, arkitekt og varaformaður Húsafriðunarnefndar, var í þeim hópi. Hann segir að haldið verði í fegurstu gömlu húsin við götuna og þau sem þykja merk. Ætlunin sé að hafa lágreistari byggð sunnan Laugavegar svo sól nái að götunni en svo megi búast við hærri byggingum norðanmegin. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segist undrandi á ummælum Péturs í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann sé „húsverndarmaður“ því hann hafi látið undan þrýstingi hagsmunaaðila sem ekki beri nægilegt skyn á nauðsyn þess að varðveita menningarsögu borgarinnar. Ólafur segir borgaryfirvöld einnig hafa látið undan þessum þrýstingi og treystir því að borgarbúar þjappi sér saman í andstöðu gegn fyrirliggjandi hugmyndum. Ólafur bendir á að reisa eigi 50 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði ofarlega á Laugavegi án þess að það skemmi götumyndina. Hann telur að um 10 þúsund fermetrar fáist á þeim lóðum sem auðar verða eftir niðurrif. Fórnarkostnaðurinn sé allt of mikill og alls ekki víst að það skili blómlegri atvinnustarfsemi við Laugaveg. Hann telur réttara að hlúa að þeirri lágreistu byggð sem fyrir er, en ekki rífa hana á hol. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Borgaryfirvöld létu undan þrýstingi hagsmunaaðila þegar þau heimiluðu að láta rífa 25 gömul hús við Laugaveg. Það er mat borgarfulltrúa F-listans. Hann segir allt of langt gengið í niðurrifi og við blasi menningarsögulegt slys. Við blasir að á þriðja tug gamalla húsa við Laugaveg víkja fyrir nýju atvinnuhúsnæði. Þau er öll á svæðinu frá Laugavegi 1 til 73 en það er um þriðjungur húsa á því svæði. Tillagan kom frá starfshópi sem í áttu sæti bæði athafnamenn og húsfriðunarsinnar. Pétur Ármannsson, arkitekt og varaformaður Húsafriðunarnefndar, var í þeim hópi. Hann segir að haldið verði í fegurstu gömlu húsin við götuna og þau sem þykja merk. Ætlunin sé að hafa lágreistari byggð sunnan Laugavegar svo sól nái að götunni en svo megi búast við hærri byggingum norðanmegin. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segist undrandi á ummælum Péturs í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann sé „húsverndarmaður“ því hann hafi látið undan þrýstingi hagsmunaaðila sem ekki beri nægilegt skyn á nauðsyn þess að varðveita menningarsögu borgarinnar. Ólafur segir borgaryfirvöld einnig hafa látið undan þessum þrýstingi og treystir því að borgarbúar þjappi sér saman í andstöðu gegn fyrirliggjandi hugmyndum. Ólafur bendir á að reisa eigi 50 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði ofarlega á Laugavegi án þess að það skemmi götumyndina. Hann telur að um 10 þúsund fermetrar fáist á þeim lóðum sem auðar verða eftir niðurrif. Fórnarkostnaðurinn sé allt of mikill og alls ekki víst að það skili blómlegri atvinnustarfsemi við Laugaveg. Hann telur réttara að hlúa að þeirri lágreistu byggð sem fyrir er, en ekki rífa hana á hol.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira