Ekkert hús án kvikinda 14. febrúar 2005 00:01 Erling Ólafsson dýrafræðingur segir pöddur í öllum húsum, jafnt timburhúsum sem steinhúsum. Flestar þeirra séu skaðlausar en veggjatítlur séu líka landlægar og þær éti upp hús smám saman. "Það er ekkert hús á landinu án kvikinda. Það gildir jafnt sumar og vetur, enda er svipað loftslag innanhúss allt árið. Svo er bara spurning hvernig kvikindi það eru og hvort fólk tekur eftir þeim," segir dýrafræðingurinn Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun. Hann kveðst oft fá fleiri en eina pöddu á dag frá fólki sem þekki þær ekki. "Ég læt fólk vita hvað er á ferðinni og athuga hvort fólk vilji eða geti gert eitthvað gegn pöddunum sjálft eða ekki. En það er erfitt fyrir mig að gera hernaðarplan án þess að þekkja til aðstæðna því hvert hús er tilfelli fyrir sig," segir hann. Spurður hvort þar séu meindýr á ferð svarar hann: "Sum eru meindýr og önnur ekki og svo getur það verið túlkunaratriði. Sumar tegundir gera ekkert annað en bíta sálina hjá fólki. Þær verða að teljast meindýr líka. Þeim finnst það að minnsta kosti sem eru bitnir." Hann segir alltaf ný kvikindi að berast til landsins, oft með sýktri matvöru, en ekki sé þar með sagt að þau setjist öll hér að. En skyldi vera meira um pöddur í timburhúsum en steinhúsum? "Nei, ekkert frekar. En það getur verið erfiðara við þær að eiga í timburhúsum, vegna holrýmis inni í veggjum," svarar hann. Margir muna eftir veggjatítluhúsinu í Hafnarfirði sem varð að rífa. Erling segir veggjatítlur vera landlægar hér. Hús líði fyrir þær og þau verði smám saman étin upp. "Fasteignasalar eru orðnir meira meðvitaðir um þetta í seinni tíð og eru á varðbergi þegar gömul timburhús eru annars vegar. Enda verður fólk að spyrjast fyrir og fá fagmannlegan smið til að skoða ástand viðarins," segir Erling. Spurður hvort hann sé með spennandi pöddur í kringum sig á þessari stundu svarar hann: "Ég er alltaf með skemmtilegar pöddur í kringum mig. Annars væri ég ekki í þessu. En þær eru ekki endilega bundnar húsum. Minn hugur er meira í þeirri fánu sem finnst úti í náttúrunni." Hús og heimili Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Sjá meira
Erling Ólafsson dýrafræðingur segir pöddur í öllum húsum, jafnt timburhúsum sem steinhúsum. Flestar þeirra séu skaðlausar en veggjatítlur séu líka landlægar og þær éti upp hús smám saman. "Það er ekkert hús á landinu án kvikinda. Það gildir jafnt sumar og vetur, enda er svipað loftslag innanhúss allt árið. Svo er bara spurning hvernig kvikindi það eru og hvort fólk tekur eftir þeim," segir dýrafræðingurinn Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun. Hann kveðst oft fá fleiri en eina pöddu á dag frá fólki sem þekki þær ekki. "Ég læt fólk vita hvað er á ferðinni og athuga hvort fólk vilji eða geti gert eitthvað gegn pöddunum sjálft eða ekki. En það er erfitt fyrir mig að gera hernaðarplan án þess að þekkja til aðstæðna því hvert hús er tilfelli fyrir sig," segir hann. Spurður hvort þar séu meindýr á ferð svarar hann: "Sum eru meindýr og önnur ekki og svo getur það verið túlkunaratriði. Sumar tegundir gera ekkert annað en bíta sálina hjá fólki. Þær verða að teljast meindýr líka. Þeim finnst það að minnsta kosti sem eru bitnir." Hann segir alltaf ný kvikindi að berast til landsins, oft með sýktri matvöru, en ekki sé þar með sagt að þau setjist öll hér að. En skyldi vera meira um pöddur í timburhúsum en steinhúsum? "Nei, ekkert frekar. En það getur verið erfiðara við þær að eiga í timburhúsum, vegna holrýmis inni í veggjum," svarar hann. Margir muna eftir veggjatítluhúsinu í Hafnarfirði sem varð að rífa. Erling segir veggjatítlur vera landlægar hér. Hús líði fyrir þær og þau verði smám saman étin upp. "Fasteignasalar eru orðnir meira meðvitaðir um þetta í seinni tíð og eru á varðbergi þegar gömul timburhús eru annars vegar. Enda verður fólk að spyrjast fyrir og fá fagmannlegan smið til að skoða ástand viðarins," segir Erling. Spurður hvort hann sé með spennandi pöddur í kringum sig á þessari stundu svarar hann: "Ég er alltaf með skemmtilegar pöddur í kringum mig. Annars væri ég ekki í þessu. En þær eru ekki endilega bundnar húsum. Minn hugur er meira í þeirri fánu sem finnst úti í náttúrunni."
Hús og heimili Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Sjá meira