Reikna þarf dæmið til enda 14. febrúar 2005 00:01 Með nýjum lánum og lánakjörum á fasteignamarkaði breyttist landslagið og fjöldi fólks veit nú ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að kaupum fasteigna. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við HÍ, hvetur fólk til að hugsa málið til enda áður en íbúð er keypt. Gylliboð bankanna eru þess eðlis að margir hlaupa til án þess að hugsa dæmið til enda og fjárfestingar fólks geta endað með ósköpum. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er með námskeið í Endurmenntunarstofnuninni, en hann segir mikilvægt að fólk viti að hverju það gangi og hugsi lengra fram í tímann. "Sá sem tekur 100% lán í dag er að greiða ígildi húsaleigu framan af lánstímanum, það er að segja lága afborgun. Áhættan sem hann stendur frammi fyrir er hins vegar sú að íbúðin sem hann kaupir í dag kann að verða verðminni en andvirði lánsins eftir einhvern tíma. Verð á fasteignum í dag er í sögulegu samhengi mjög hátt. Hann er þó í sömu stöðu og hinn sem kaupir á 80% láni og er með 20% eigið fé, en sá getur staðið frammi fyrir því að hafa tapað eigin framlagi en eiga þó eignina engu að síður. 100% lántakandinn á sömuleiðis sína íbúð, en skuldar meira en andvirði hennar." Vilhjálmur segir að svo geti verið að viðkomandi hafi sæmilegar tekjur og alltaf möguleiki á að íbúðaverð rísi á ný. "Það standa allir frammi fyrir því í dag að vera að kaupa á tiltölulega háu verði, en það er skuldsetningin sem ræður því hvort menn eiga eitthvað umfram skuldir," segir hann. "Ég veit ekki hvort forsjálnin er almennt nóg í þessum efnum og ég hef tilfinningu fyrir því að fólk standi almennt frekar illa upplýst andspænis íbúðakaupum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvaða samband er á milli greiðslu og tekna. Ef afborgun af íbúð er 100 þúsund krónur á mánuði þýðir það að viðkomandi þarf að hafa 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Það þarf að borga skatta og í lífeyrissjóð og margir eru með endurgreiðslu námslána, að ógleymdu því að fólk þarf að lifa. Fólk getur verið að binda sig á klafa, ekki bara í fimm ár heldur allt upp í 40 ár. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir vilja vinna fyrir lánastofnanir allt sitt líf." En hvað á fólk að gera? "Undirbúa sig vel, kannski að bíða aðeins með fjárfestingar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Kannski asnalegt að brýna fyrir fólki að spara en það eru skilaboðin þegar upp er staðið." Á námskeiði sem Vilhjálmur er með í Endurmenntunarstofnun HÍ fer hann í gegnum þessi mál með nemendurm sínum "Ég ætla meðal annars að kenna fólki að reikna út greiðslubyrði og bera saman eldri og ný lán," segir Vilhjálmur Bjarnason. Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
Með nýjum lánum og lánakjörum á fasteignamarkaði breyttist landslagið og fjöldi fólks veit nú ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að kaupum fasteigna. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við HÍ, hvetur fólk til að hugsa málið til enda áður en íbúð er keypt. Gylliboð bankanna eru þess eðlis að margir hlaupa til án þess að hugsa dæmið til enda og fjárfestingar fólks geta endað með ósköpum. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er með námskeið í Endurmenntunarstofnuninni, en hann segir mikilvægt að fólk viti að hverju það gangi og hugsi lengra fram í tímann. "Sá sem tekur 100% lán í dag er að greiða ígildi húsaleigu framan af lánstímanum, það er að segja lága afborgun. Áhættan sem hann stendur frammi fyrir er hins vegar sú að íbúðin sem hann kaupir í dag kann að verða verðminni en andvirði lánsins eftir einhvern tíma. Verð á fasteignum í dag er í sögulegu samhengi mjög hátt. Hann er þó í sömu stöðu og hinn sem kaupir á 80% láni og er með 20% eigið fé, en sá getur staðið frammi fyrir því að hafa tapað eigin framlagi en eiga þó eignina engu að síður. 100% lántakandinn á sömuleiðis sína íbúð, en skuldar meira en andvirði hennar." Vilhjálmur segir að svo geti verið að viðkomandi hafi sæmilegar tekjur og alltaf möguleiki á að íbúðaverð rísi á ný. "Það standa allir frammi fyrir því í dag að vera að kaupa á tiltölulega háu verði, en það er skuldsetningin sem ræður því hvort menn eiga eitthvað umfram skuldir," segir hann. "Ég veit ekki hvort forsjálnin er almennt nóg í þessum efnum og ég hef tilfinningu fyrir því að fólk standi almennt frekar illa upplýst andspænis íbúðakaupum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvaða samband er á milli greiðslu og tekna. Ef afborgun af íbúð er 100 þúsund krónur á mánuði þýðir það að viðkomandi þarf að hafa 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Það þarf að borga skatta og í lífeyrissjóð og margir eru með endurgreiðslu námslána, að ógleymdu því að fólk þarf að lifa. Fólk getur verið að binda sig á klafa, ekki bara í fimm ár heldur allt upp í 40 ár. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir vilja vinna fyrir lánastofnanir allt sitt líf." En hvað á fólk að gera? "Undirbúa sig vel, kannski að bíða aðeins með fjárfestingar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Kannski asnalegt að brýna fyrir fólki að spara en það eru skilaboðin þegar upp er staðið." Á námskeiði sem Vilhjálmur er með í Endurmenntunarstofnun HÍ fer hann í gegnum þessi mál með nemendurm sínum "Ég ætla meðal annars að kenna fólki að reikna út greiðslubyrði og bera saman eldri og ný lán," segir Vilhjálmur Bjarnason.
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira