Björgólfur ekki með VÍS 14. febrúar 2005 00:01 Svona étur hver upp vitleysuna úr öðrum. Mogginn segir frá því á forsíðu í morgun að Björgólfur Thor Björgólfsson sé að undirbúa tilboð í Símann ásamt Meiði (Bakkavararbræður) og Vátryggingafélagi Íslands. Heimildir mínar herma að ekkert sé hæft í þessu, enda væri þetta nokkuð óvænt bandalag. VÍS er hjartað í S-hópnum svokallaða sem hefur ekki beinlínis átt samleið með Björgólfunum. Svo tekur Ríkisútvarpið þessa frétt upp, eins og sjá má á vef RÚV. Skyldi þessu annars hafa verið plantað í einhverjum tilgangi? Og hverjum þá? En það verður gaman að sjá hverjum tekst að öngla saman nógum fjármunum til að kaupa Símann. Í þættinum hjá mér í gær voru merkilegar umræður um framtíðina á fjarskiptamarkaði. Einkum var athyglisvert að heyra Sigurð G. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóra Norðurljósa, halda því fram að Samkeppnisstofnun ætti að banna kaup Símans á Skjá einum og kaup Og Vodafone á fjölmiðlunum sem nú nefnast 365. Sagði Sigurður hættu á að tvíkeppni - "duopoly" - yrði allsráðandi hér á markaðnum í gegnum efnisveitur símafyrirtækjanna og það yrði engin leið fyrir aðra að komast að. --- --- --- Það er gaman að Valdís Óskarsdóttir skuli meika það svona big time í hinum stóra heimi kvikmyndanna. Ég vann með Valdísi á fréttastofu Sjónvarpsins upp úr 1990, þar var hún klippari. Starf fréttaklippara þykir ekki mjög eftirsóknarvert, vinnutíminn er leiðinlegur og mikið stress, hún hefur aldeilis færst upp á við í veröldinni að fá að setja saman myndir eftir snillinga eins og Charlie Kaufman. Valdís er sérlega skemmtileg kona, róleg, lúmskt fyndin, með glettnisglampa í augunum - ég man aðallega eftir henni reykjandi pípu í stórri lopapeysu. --- --- -- Eftir tiltekt mína í bókaskápum er ég að hugsa um að fara að taka upp dagskrárliðinn Úr bókahillunni, þetta gætu verið reglulegir pistlar hérna á síðunni - nema ég fái með inni með efnið á Talstöðinni hans Illuga. Í fyrsta þætti gæti ég til dæmis tekið fyrir Alþýðubandalagið - átakasaga eftir Óskar Guðmundsson, útgefin 1987 af Svörtu á hvítu. Þetta rit var gefið út meðan viss hópur fólks trúði því að átökin í Alþýðubandalaginu skiptu máli. Ég átti nokkuð marga vini sem gengust mjög upp í þessu; eitt sinn var meira að segja búið að skrá mig sem flokksfélaga að mér forspurðum í þeim tilgangi að ná völdum í einhverju félagi. Svona var allt þetta brölt. Ég man líka eftir því að hafa orðið vitni að því að Mörður Árnason hljóp á bak við súlu í húsi við Laugaveginn til að þurfa ekki að verða á vegi Guðrúnar Ágústsdóttur. Áðurnefnd bók endar annars með því að hið góða, framfaraöflin, í líki Ólafs Ragnars Grímssonar, eru búin að ná völdum í Alþýðubandalaginu og framtíðin er óráðin en samt nokkuð björt. "Var nýr fjöldaflokkur í uppsiglingu? Týnist Alþýðubandalagið í hinu stríða fljóti tímans eða mun það taka þátt í mótun þjóðfélagsins á því mikla umbyltingaskeiði sem við höfum fyrir augunum?" Næst ætla ég að fjalla um aðra perlu úr vinstri litteratúr þessa tíma: 68 - hugarflug úr viðjum vanans eftir Gest Guðmundsson og Kristínu Ólafsdóttur, sömuleiðis útgefna 1987. --- --- --- Í dag er Valentínusardagur - eða er það ekki? Búið að troða honum upp á okkur í þeim tilgangi að selja meira af drasli. Ég kom í bókabúð og þar var ung stúlka að afgreiða - hún sagði að ætti að refsa Valdísi Gunnarsdóttur fyrir að innleiða Valentínusardaginn. Ég ætla ekki að hafa eftir hvaða refsingu hún nefndi. --- --- --- Verðlaun Blaðamannafélag Íslands voru veitt núna um helgina. Ég er viss um að allir verðlaunahafarnir eru vel að sínu komnir. Kristinn Hrafnsson fékk verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennskuna, fréttir af texasdrengnum Aroni Pálma. Kristinn lýsti því yfir þegar hann tók við verðlaununum að þetta væri annar mesti hápunktur lífs síns - hinn hefði verið þegar hann var rekinn úr starfi fréttastjóra á DV. Kristinn var látinn fara af blaðinu mjög stuttu eftir að hann samdi verðlaunafréttirnar. Gætir óneitanlega nokkurrar beiskju í þessu. Annars skil ég engan veginn hvers vegna Ari Sigvaldason, fréttamaður á Sjónvarpinu, var ekki tilnefndur. Í fljótu bragði hefði ég sagt að hann ætti að fá verðlaunin. Fréttaflutningur Ara af olíumálinu var til mikillar fyrirmyndar. Hann skoðaði alla þætti málsins í fréttatímum kvöld eftir kvöld, pólitíkina í þessu, viðskiptin, lögfræðina - stundum hafði maður á tilfinningunni að Ari væri eini fjölmiðlamaðurinn sem hefði lesið skýrslu Samkeppnisstofnunar. En hann var hvergi nefndur á nafn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Svona étur hver upp vitleysuna úr öðrum. Mogginn segir frá því á forsíðu í morgun að Björgólfur Thor Björgólfsson sé að undirbúa tilboð í Símann ásamt Meiði (Bakkavararbræður) og Vátryggingafélagi Íslands. Heimildir mínar herma að ekkert sé hæft í þessu, enda væri þetta nokkuð óvænt bandalag. VÍS er hjartað í S-hópnum svokallaða sem hefur ekki beinlínis átt samleið með Björgólfunum. Svo tekur Ríkisútvarpið þessa frétt upp, eins og sjá má á vef RÚV. Skyldi þessu annars hafa verið plantað í einhverjum tilgangi? Og hverjum þá? En það verður gaman að sjá hverjum tekst að öngla saman nógum fjármunum til að kaupa Símann. Í þættinum hjá mér í gær voru merkilegar umræður um framtíðina á fjarskiptamarkaði. Einkum var athyglisvert að heyra Sigurð G. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóra Norðurljósa, halda því fram að Samkeppnisstofnun ætti að banna kaup Símans á Skjá einum og kaup Og Vodafone á fjölmiðlunum sem nú nefnast 365. Sagði Sigurður hættu á að tvíkeppni - "duopoly" - yrði allsráðandi hér á markaðnum í gegnum efnisveitur símafyrirtækjanna og það yrði engin leið fyrir aðra að komast að. --- --- --- Það er gaman að Valdís Óskarsdóttir skuli meika það svona big time í hinum stóra heimi kvikmyndanna. Ég vann með Valdísi á fréttastofu Sjónvarpsins upp úr 1990, þar var hún klippari. Starf fréttaklippara þykir ekki mjög eftirsóknarvert, vinnutíminn er leiðinlegur og mikið stress, hún hefur aldeilis færst upp á við í veröldinni að fá að setja saman myndir eftir snillinga eins og Charlie Kaufman. Valdís er sérlega skemmtileg kona, róleg, lúmskt fyndin, með glettnisglampa í augunum - ég man aðallega eftir henni reykjandi pípu í stórri lopapeysu. --- --- -- Eftir tiltekt mína í bókaskápum er ég að hugsa um að fara að taka upp dagskrárliðinn Úr bókahillunni, þetta gætu verið reglulegir pistlar hérna á síðunni - nema ég fái með inni með efnið á Talstöðinni hans Illuga. Í fyrsta þætti gæti ég til dæmis tekið fyrir Alþýðubandalagið - átakasaga eftir Óskar Guðmundsson, útgefin 1987 af Svörtu á hvítu. Þetta rit var gefið út meðan viss hópur fólks trúði því að átökin í Alþýðubandalaginu skiptu máli. Ég átti nokkuð marga vini sem gengust mjög upp í þessu; eitt sinn var meira að segja búið að skrá mig sem flokksfélaga að mér forspurðum í þeim tilgangi að ná völdum í einhverju félagi. Svona var allt þetta brölt. Ég man líka eftir því að hafa orðið vitni að því að Mörður Árnason hljóp á bak við súlu í húsi við Laugaveginn til að þurfa ekki að verða á vegi Guðrúnar Ágústsdóttur. Áðurnefnd bók endar annars með því að hið góða, framfaraöflin, í líki Ólafs Ragnars Grímssonar, eru búin að ná völdum í Alþýðubandalaginu og framtíðin er óráðin en samt nokkuð björt. "Var nýr fjöldaflokkur í uppsiglingu? Týnist Alþýðubandalagið í hinu stríða fljóti tímans eða mun það taka þátt í mótun þjóðfélagsins á því mikla umbyltingaskeiði sem við höfum fyrir augunum?" Næst ætla ég að fjalla um aðra perlu úr vinstri litteratúr þessa tíma: 68 - hugarflug úr viðjum vanans eftir Gest Guðmundsson og Kristínu Ólafsdóttur, sömuleiðis útgefna 1987. --- --- --- Í dag er Valentínusardagur - eða er það ekki? Búið að troða honum upp á okkur í þeim tilgangi að selja meira af drasli. Ég kom í bókabúð og þar var ung stúlka að afgreiða - hún sagði að ætti að refsa Valdísi Gunnarsdóttur fyrir að innleiða Valentínusardaginn. Ég ætla ekki að hafa eftir hvaða refsingu hún nefndi. --- --- --- Verðlaun Blaðamannafélag Íslands voru veitt núna um helgina. Ég er viss um að allir verðlaunahafarnir eru vel að sínu komnir. Kristinn Hrafnsson fékk verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennskuna, fréttir af texasdrengnum Aroni Pálma. Kristinn lýsti því yfir þegar hann tók við verðlaununum að þetta væri annar mesti hápunktur lífs síns - hinn hefði verið þegar hann var rekinn úr starfi fréttastjóra á DV. Kristinn var látinn fara af blaðinu mjög stuttu eftir að hann samdi verðlaunafréttirnar. Gætir óneitanlega nokkurrar beiskju í þessu. Annars skil ég engan veginn hvers vegna Ari Sigvaldason, fréttamaður á Sjónvarpinu, var ekki tilnefndur. Í fljótu bragði hefði ég sagt að hann ætti að fá verðlaunin. Fréttaflutningur Ara af olíumálinu var til mikillar fyrirmyndar. Hann skoðaði alla þætti málsins í fréttatímum kvöld eftir kvöld, pólitíkina í þessu, viðskiptin, lögfræðina - stundum hafði maður á tilfinningunni að Ari væri eini fjölmiðlamaðurinn sem hefði lesið skýrslu Samkeppnisstofnunar. En hann var hvergi nefndur á nafn.