Til varnar Laugaveginum 16. febrúar 2005 00:01 Óhætt er að segja að mörgum Reykvíkingum hafi í senn brugðið og blöskrað þegar fréttist að borgarstjórn hefði nær samhljóða samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn sem heimilar niðurrif tuttugu og fimm gamalla húsa við Laugaveg. Öll eru þau byggð fyrir 1918 og þrettán þeirra eru frá nítjándu öld. Fram hefur komið að ekki er aðeins um heimild til niðurrifs húsanna að ræða heldur er það eindreginn ásetningur borgaryfirvalda að jafna húsin við jörðu og reisa á rústum þeirra nýjar verslunarbyggingar í því augnamiði "að glæða viðskipti og mannlíf í miðborginni" eins og það er gjarnan orðað. Eitt húsanna, Laugavegur 22A, hlaðinn steinbær frá 1892, hefur þegar verið rifið án þess að borgarbúar hafi veitt því tiltakanlega athygli. Eini andstæðingur niðurrifsins í borgarstjórn, Ólafur F. Magnússon fulltrúi Frjálslyndra, segir að í uppsiglingu sé allt of mikil röskun á byggingarsögu og götumynd Laugavegarins. Það er rétt hjá honum. Laugavegur verður ekki svipur hjá sjón nái niðurrifið fram að ganga með þeim hætti sem stefnt er að. Og það dapurlega er að engar skýrar hugmyndir liggja fyrir um það hvers konar hús eiga að koma í staðinn. Neyðarlegt er að lesa þau andsvör innan úr borgarstjórn í einu dagblaðanna að tryggt verði að "yfirbragð og karakter gömlu húsanna" haldi sér. Með þessum orðum er auðvitað verið að fallast á að húsin sem á að rífa búi yfir eftirsóknarverðum verðmætum. Af hverju mega þau þá ekki standa áfram? Ef þau þarfnast viðhalds, sem ekki skal dregið í efa, eða eru orðin hrörleg, sem vafalaust eru einnig dæmi um, er einfaldara og rökréttara að gera við þau heldur en að eyðileggja þau og byggja hús í sama stíl. Ef fyrirhugað niðurrif gömlu húsanna snýst fyrst og fremst um að verslun við Laugaveginn gangi í endurnýjun lífdaga, eins og ýmislegt bendir til, er rétt að hafa í huga að reynslan erlendis frá bendir ekki til þess að hér sé farin rétt leið. Verslun og viðskipti eiga ekkert síður möguleika í gömlum húsum en nýjum. Húsin við Laugaveg eru margbreytileg að útliti, stærð, hæð og byggingarefni, enda reist með ómarkvissum hætti á meira en hálfrar aldar tímabili. Seint verður sagt að húsaraðirnar við götuna séu til marks um byggingarlist eins og hún getur best gerst. En í sérkennileika götumyndarinnar býr ákveðinn þokki sem höfðar afar sterkt til margra borgarbúa og landsmanna. Og þetta er okkar saga: þetta er gamla Reykjavík, þetta er Laugavegurinn. Nýju húsin, verði þau byggð, munu standa við Laugaveg en hætt er við því að þau verði aldrei Laugavegurinn eins og að málum er staðið. Borgaryfirvöld voru vafalaust í góðri trú þegar þau leiddu saman borgarfulltrúa, embættismenn, kaupmenn og þekktan áhugamann um húsvernd við undirbúning hins nýja deiliskipulags. En hér er um svo mikilvægt og viðkvæmt svæði í borginni að ræða að kalla hefði átt miklu fleiri til samráðs. Borgarbúar hefðu átt að fá tækifæri til að kynna sér málið rækilega og segja skoðun sína áður en niðurrifsskipulagið var samþykkt. Vonandi sér borgarstjórn að sér og endurskoðar áform sín um Laugaveginn í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið. Niðurrif húsanna tuttugu og fimm væri menningarsögulegt slys. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Óhætt er að segja að mörgum Reykvíkingum hafi í senn brugðið og blöskrað þegar fréttist að borgarstjórn hefði nær samhljóða samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn sem heimilar niðurrif tuttugu og fimm gamalla húsa við Laugaveg. Öll eru þau byggð fyrir 1918 og þrettán þeirra eru frá nítjándu öld. Fram hefur komið að ekki er aðeins um heimild til niðurrifs húsanna að ræða heldur er það eindreginn ásetningur borgaryfirvalda að jafna húsin við jörðu og reisa á rústum þeirra nýjar verslunarbyggingar í því augnamiði "að glæða viðskipti og mannlíf í miðborginni" eins og það er gjarnan orðað. Eitt húsanna, Laugavegur 22A, hlaðinn steinbær frá 1892, hefur þegar verið rifið án þess að borgarbúar hafi veitt því tiltakanlega athygli. Eini andstæðingur niðurrifsins í borgarstjórn, Ólafur F. Magnússon fulltrúi Frjálslyndra, segir að í uppsiglingu sé allt of mikil röskun á byggingarsögu og götumynd Laugavegarins. Það er rétt hjá honum. Laugavegur verður ekki svipur hjá sjón nái niðurrifið fram að ganga með þeim hætti sem stefnt er að. Og það dapurlega er að engar skýrar hugmyndir liggja fyrir um það hvers konar hús eiga að koma í staðinn. Neyðarlegt er að lesa þau andsvör innan úr borgarstjórn í einu dagblaðanna að tryggt verði að "yfirbragð og karakter gömlu húsanna" haldi sér. Með þessum orðum er auðvitað verið að fallast á að húsin sem á að rífa búi yfir eftirsóknarverðum verðmætum. Af hverju mega þau þá ekki standa áfram? Ef þau þarfnast viðhalds, sem ekki skal dregið í efa, eða eru orðin hrörleg, sem vafalaust eru einnig dæmi um, er einfaldara og rökréttara að gera við þau heldur en að eyðileggja þau og byggja hús í sama stíl. Ef fyrirhugað niðurrif gömlu húsanna snýst fyrst og fremst um að verslun við Laugaveginn gangi í endurnýjun lífdaga, eins og ýmislegt bendir til, er rétt að hafa í huga að reynslan erlendis frá bendir ekki til þess að hér sé farin rétt leið. Verslun og viðskipti eiga ekkert síður möguleika í gömlum húsum en nýjum. Húsin við Laugaveg eru margbreytileg að útliti, stærð, hæð og byggingarefni, enda reist með ómarkvissum hætti á meira en hálfrar aldar tímabili. Seint verður sagt að húsaraðirnar við götuna séu til marks um byggingarlist eins og hún getur best gerst. En í sérkennileika götumyndarinnar býr ákveðinn þokki sem höfðar afar sterkt til margra borgarbúa og landsmanna. Og þetta er okkar saga: þetta er gamla Reykjavík, þetta er Laugavegurinn. Nýju húsin, verði þau byggð, munu standa við Laugaveg en hætt er við því að þau verði aldrei Laugavegurinn eins og að málum er staðið. Borgaryfirvöld voru vafalaust í góðri trú þegar þau leiddu saman borgarfulltrúa, embættismenn, kaupmenn og þekktan áhugamann um húsvernd við undirbúning hins nýja deiliskipulags. En hér er um svo mikilvægt og viðkvæmt svæði í borginni að ræða að kalla hefði átt miklu fleiri til samráðs. Borgarbúar hefðu átt að fá tækifæri til að kynna sér málið rækilega og segja skoðun sína áður en niðurrifsskipulagið var samþykkt. Vonandi sér borgarstjórn að sér og endurskoðar áform sín um Laugaveginn í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið. Niðurrif húsanna tuttugu og fimm væri menningarsögulegt slys.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun