Ford Focus með ýmsum nýjungum 19. febrúar 2005 00:01 Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengilegur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sætastilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrennaranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er viðbót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bílnum og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengilegur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sætastilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrennaranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er viðbót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bílnum og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira