Latexhanskar geta vakið ofnæmi 22. febrúar 2005 00:01 Dæmi eru um að fólk með latexofnæmi fái slæm einkenni eftir að hafa borðað matvæli sem snert hafa verið með latexklæddum höndum. "Okkur hafa borist fregnir um að fólk með latexofnæmi fái viðbrögð þegar það borðar mat sem hefur verið snertur með latexhönskum," segir Jóhanna E. Torfadóttir, sérfræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Jóhanna sat fyrir svörum á fjölmennu málþingi Náttúrulækningafélags Íslands nýlega sem fjallaði um fæðuóþol og ofnæmi. Þar var líka Davíð Gíslason, sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum, og staðfesti hann að fram hefðu komið slæm tilfelli sem rekja mætti til notkunar latexhanska í matvælaiðnaði og hjá tannlæknum. Einnig gætu dúkarnir sem tannlæknar vinna í gegnum vakið þessi viðbrögð. Jóhanna segir Umhverfisstofnun stefna að því að ráðast í rannsókn á þessu máli en sökum anna hafi hún ekki náð að koma því verkefni af stað. "Við erum algerlega á byrjunarreit," segir Jóhanna og heldur áfram: "Það stendur til að safna saman sérfræðingum til að ræða þetta en ég hef skoðað gögn um þetta mál og spurst fyrir um það á Norðurlöndunum. Mér vitanlega er enginn búinn að rannsaka þetta til hlítar en ég veit að það eru tvö eða þrjú ríki í Bandaríkjunum búin að banna notkun á latexhönskum út af þessu." Jóhanna segir latexofnæmi ekki algengt. "Við erum auðvitað ekki að tala um stóran hóp. En það sem eykur þörfina á að rannsaka þetta mál er að viðbrögðin geta verið svo alvarleg hjá sumum einstaklingum." Heilsa Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Dæmi eru um að fólk með latexofnæmi fái slæm einkenni eftir að hafa borðað matvæli sem snert hafa verið með latexklæddum höndum. "Okkur hafa borist fregnir um að fólk með latexofnæmi fái viðbrögð þegar það borðar mat sem hefur verið snertur með latexhönskum," segir Jóhanna E. Torfadóttir, sérfræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Jóhanna sat fyrir svörum á fjölmennu málþingi Náttúrulækningafélags Íslands nýlega sem fjallaði um fæðuóþol og ofnæmi. Þar var líka Davíð Gíslason, sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum, og staðfesti hann að fram hefðu komið slæm tilfelli sem rekja mætti til notkunar latexhanska í matvælaiðnaði og hjá tannlæknum. Einnig gætu dúkarnir sem tannlæknar vinna í gegnum vakið þessi viðbrögð. Jóhanna segir Umhverfisstofnun stefna að því að ráðast í rannsókn á þessu máli en sökum anna hafi hún ekki náð að koma því verkefni af stað. "Við erum algerlega á byrjunarreit," segir Jóhanna og heldur áfram: "Það stendur til að safna saman sérfræðingum til að ræða þetta en ég hef skoðað gögn um þetta mál og spurst fyrir um það á Norðurlöndunum. Mér vitanlega er enginn búinn að rannsaka þetta til hlítar en ég veit að það eru tvö eða þrjú ríki í Bandaríkjunum búin að banna notkun á latexhönskum út af þessu." Jóhanna segir latexofnæmi ekki algengt. "Við erum auðvitað ekki að tala um stóran hóp. En það sem eykur þörfina á að rannsaka þetta mál er að viðbrögðin geta verið svo alvarleg hjá sumum einstaklingum."
Heilsa Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira