Þjóðir bregðist við hættunni 24. febrúar 2005 00:01 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur ekki meira hættu á heimsfaraldi, vegna fuglaflensunnar, hafa verið síðan á árinu 1968. Þetta staðfestir Davíð Á. Gunnarsson formaður lþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Davíð var síðast í sambandi við stofnunina í Genf í gær. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum þaðan væri ástandið óbreytt frá síðasta fundi stjórnarinnar 20. janúar 2005. Davíð kvaðst telja að nýleg orð dr. Shigeru Omi, fulltrúa stofnunarinnar, væru einungis sögð í framhaldi af því sem rætt hefði verið á fundi framkvæmdastjórnarinnar í janúar. Þar væru ekki á ferðinni ný tíðindi. Hitt bæri að hafa í huga að þörf er á að ver á varðbergi vegna yfirvofandi faraldurs. "Nauðsynlegt er að þjóðir heimsins fari yfir viðbúnaðaráætlanir og geri þær ráðstafanir sem hægt er," sagði Davíð. Hann sagði enn fremur að á fundinum hefðu orðið umræður um hvernig ætti að fjármagna lyf og bóluefni ef fuglaflensa smitaðist milli manna. Rauði þráðurinn í þeim umræðum hefði verið sá, að þjóðir heims ættu að eiga aðgang að ódýrum lyfjum og bóluefni, jafnt fátækari löndin sem hin efnaðri. Á fundinum var lögð fram skýrsla um stöðu mála, að sögn Davíðs. Hann sagði, að niðurstaða umræðna um hana hefði leitt til samþykktar tillögu þess efnis, að öll aðildarríkin væru hvött til að koma á viðbúnaði vegna heimsfaraldurs inflúensu. Skyldi hann miða að því að draga úr heilsutjóni, svo og efnahagslegum og félagslegum afleiðingum slíks faraldurs. Stjórnin hefði lýst á þessum fundi áhyggjum af almennum ónógum viðbúnaði vegna inflúensufaraldurs. Herða þyrfti alþjóðlegt eftirlit í því tilliti. "Þetta samþykkti stjórnin sem tillögu til 58. þings Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem haldið verður í maí næstkomandi," sagði Davíð. "Tillagan verður áreiðanlega samþykkt á því þingi." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur ekki meira hættu á heimsfaraldi, vegna fuglaflensunnar, hafa verið síðan á árinu 1968. Þetta staðfestir Davíð Á. Gunnarsson formaður lþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Davíð var síðast í sambandi við stofnunina í Genf í gær. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum þaðan væri ástandið óbreytt frá síðasta fundi stjórnarinnar 20. janúar 2005. Davíð kvaðst telja að nýleg orð dr. Shigeru Omi, fulltrúa stofnunarinnar, væru einungis sögð í framhaldi af því sem rætt hefði verið á fundi framkvæmdastjórnarinnar í janúar. Þar væru ekki á ferðinni ný tíðindi. Hitt bæri að hafa í huga að þörf er á að ver á varðbergi vegna yfirvofandi faraldurs. "Nauðsynlegt er að þjóðir heimsins fari yfir viðbúnaðaráætlanir og geri þær ráðstafanir sem hægt er," sagði Davíð. Hann sagði enn fremur að á fundinum hefðu orðið umræður um hvernig ætti að fjármagna lyf og bóluefni ef fuglaflensa smitaðist milli manna. Rauði þráðurinn í þeim umræðum hefði verið sá, að þjóðir heims ættu að eiga aðgang að ódýrum lyfjum og bóluefni, jafnt fátækari löndin sem hin efnaðri. Á fundinum var lögð fram skýrsla um stöðu mála, að sögn Davíðs. Hann sagði, að niðurstaða umræðna um hana hefði leitt til samþykktar tillögu þess efnis, að öll aðildarríkin væru hvött til að koma á viðbúnaði vegna heimsfaraldurs inflúensu. Skyldi hann miða að því að draga úr heilsutjóni, svo og efnahagslegum og félagslegum afleiðingum slíks faraldurs. Stjórnin hefði lýst á þessum fundi áhyggjum af almennum ónógum viðbúnaði vegna inflúensufaraldurs. Herða þyrfti alþjóðlegt eftirlit í því tilliti. "Þetta samþykkti stjórnin sem tillögu til 58. þings Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem haldið verður í maí næstkomandi," sagði Davíð. "Tillagan verður áreiðanlega samþykkt á því þingi."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira