Láttu öðrum líða vel 25. febrúar 2005 00:01 Bergþór Pálsson óperusöngvari telur sig ekki afburðakokk, en segist hafa tilfinningu fyrir kryddum. Veislur og borðsiðir eru hins vegar áhugamál hjá Bergþóri og í mars verður hann með námskeið um efnið. „Mér finnst reyndar oft að ég eldi ágætan mat en ég myndi seint flokka mig sem listakokk," segir Bergþór, sem hefur eins og svo margir Íslendingar breytt um matarvenjur á undanförnum árum. "Ég forðast allt sem er hvítt eins og hvítan sykur og hveiti, en fylgi þó ekki of stífum reglum og svindla af og til. Ég er líka algjör nammifíkill þannig að annað hvort verð ég að sleppa namminu alveg eða ég ligg í því. Það leyfi ég mér að gera á stórhátíðum en læt það svo vera á milli." Þó að Bergþór sé ekki síeldandi hefur hann mikinn áhuga á veislum og borðsiðum og 4. mars næstkomandi ætlar hann að vera með námskeið í Námsflokkum Hafnarfjarðar um borðsiði. „Það mun snúast um almenna borðsiði og svo verður heilmikill kafli um umræður við borðhaldið. Hvernig maður nálgast þá sem sitja næst manni og ekki síst hvernig maður fær þá óframfærnu til að taka þátt í samræðunum. Tilgangurinn er nefnilega ekki að maður sjálfur njóti sín sem best og sé fyndnastur og skemmmtilegastur heldur að láta hinum líða vel. Það er heldur ekki nauðsynlegt að kunna stífustu reglur um borðhald í kóngaveislum, en óneitanlega gaman að kunna þær." Bergþór segist alltaf hafa verið áhugamaður um veislur enda sungið í þeim mörgum. "Ég spyr þjónana út úr sem hafa þjónað í fínustu veislunum og svo finnst mér forvitnilegt að njósna um hverjir af okkar fyrirmönnum kunna sig og hverjir ekki." Bergþór verður dularfullur í framan og vill ekki nefna nein nöfn. "Þeir eru til sem kunna sig afskaplega vel en hinir eru sannarlega til líka," segir hann hlæjandi. Bergþór gefur lesendum uppskrift að hörpudiski sem hann segir einfaldan, en sérlega ljúffengan og er að finna hér í uppskriftadálki Vísis. Matur Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Bergþór Pálsson óperusöngvari telur sig ekki afburðakokk, en segist hafa tilfinningu fyrir kryddum. Veislur og borðsiðir eru hins vegar áhugamál hjá Bergþóri og í mars verður hann með námskeið um efnið. „Mér finnst reyndar oft að ég eldi ágætan mat en ég myndi seint flokka mig sem listakokk," segir Bergþór, sem hefur eins og svo margir Íslendingar breytt um matarvenjur á undanförnum árum. "Ég forðast allt sem er hvítt eins og hvítan sykur og hveiti, en fylgi þó ekki of stífum reglum og svindla af og til. Ég er líka algjör nammifíkill þannig að annað hvort verð ég að sleppa namminu alveg eða ég ligg í því. Það leyfi ég mér að gera á stórhátíðum en læt það svo vera á milli." Þó að Bergþór sé ekki síeldandi hefur hann mikinn áhuga á veislum og borðsiðum og 4. mars næstkomandi ætlar hann að vera með námskeið í Námsflokkum Hafnarfjarðar um borðsiði. „Það mun snúast um almenna borðsiði og svo verður heilmikill kafli um umræður við borðhaldið. Hvernig maður nálgast þá sem sitja næst manni og ekki síst hvernig maður fær þá óframfærnu til að taka þátt í samræðunum. Tilgangurinn er nefnilega ekki að maður sjálfur njóti sín sem best og sé fyndnastur og skemmmtilegastur heldur að láta hinum líða vel. Það er heldur ekki nauðsynlegt að kunna stífustu reglur um borðhald í kóngaveislum, en óneitanlega gaman að kunna þær." Bergþór segist alltaf hafa verið áhugamaður um veislur enda sungið í þeim mörgum. "Ég spyr þjónana út úr sem hafa þjónað í fínustu veislunum og svo finnst mér forvitnilegt að njósna um hverjir af okkar fyrirmönnum kunna sig og hverjir ekki." Bergþór verður dularfullur í framan og vill ekki nefna nein nöfn. "Þeir eru til sem kunna sig afskaplega vel en hinir eru sannarlega til líka," segir hann hlæjandi. Bergþór gefur lesendum uppskrift að hörpudiski sem hann segir einfaldan, en sérlega ljúffengan og er að finna hér í uppskriftadálki Vísis.
Matur Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira