Þrefaldur verðmunur á mjólk 3. mars 2005 00:01 Verðstríðið er í algleymingi á matvörumarkaði. Það sést greinilega á verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í gær í tíu stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir eru þó virkari í stríðinu en aðrir. Bónus er í öllum tilvikum með lægsta verðið en Krónan fylgir fast á hæla þeim og er með næstlægsta verðið í öllum tilvikum nema tveimur. Aðrir sem blanda sér í baráttuna um lægsta verðið eru verslanirnar Nettó og Fjarðarkaup. Nettó er í tveimur tilvikum með næstlægsta verðið. Í öllum þessum fjórum verslunum er að finna verð sem augljóslega er undir innkaupsverði. Verðmunur á einstökum vörutegundum er mikill, til dæmis er verð á rauðum eplum 364 prósentum hærra í 11/11 en í Bónus. Rétt er að taka fram að bæði í Bónus og Nettó var tilboð á Jonagold eplum. Kílóið kostaði 7 krónur í Nettó og 8 krónur í Krónunni. Mesti verðmunur á mjólk er 181 prósent og er hún einnig dýrust í 11/11. Egils Kristall er 72 prósentum dýrari í 10/11 og 11/11 en í Bónus. Minnstur er munurinn á verði á súrmjólk sem er 35 prósentum dýrari í 11/11 en í Bónus og verð á Rúbín kaffi er 35 prósentum hærra í 11/11 og Nóatúni en í Bónus. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að blaðamenn fóru í allar verslanirnar tíu á sama tíma. Farið var með vörurnar á kassa þar sem verðið var skannað inn. Þá gaf blaðamaður sig fram. Í flestum tilvikum fékk hann að skila vörunum en halda strimlinum, á tveimur stöðum var blaðamönnum gert að greiða fyrir vörurnar. Á listanum sem keypt var eftir var 21 vörutegund en tólf standa eftir. Ástæðan fyrir því eru misstórar og þar af leiðandi ósambærilegar pakkningar, til dæmis á kornflögum og þvottaefni, ófullnægjandi upplýsingar um magn á strimli, til dæmis á osti. Einnig var verðlagning á mismunandi forsendum, stykkjaverð/kílóaverð, til dæmis á agúrkum. Rétt er að taka fram að verðkönnun sem þessi mælir eingöngu verð vöru en ekki þá þjónustu sem veitt er í verslununum. Innlent Neytendur Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verðstríðið er í algleymingi á matvörumarkaði. Það sést greinilega á verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í gær í tíu stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir eru þó virkari í stríðinu en aðrir. Bónus er í öllum tilvikum með lægsta verðið en Krónan fylgir fast á hæla þeim og er með næstlægsta verðið í öllum tilvikum nema tveimur. Aðrir sem blanda sér í baráttuna um lægsta verðið eru verslanirnar Nettó og Fjarðarkaup. Nettó er í tveimur tilvikum með næstlægsta verðið. Í öllum þessum fjórum verslunum er að finna verð sem augljóslega er undir innkaupsverði. Verðmunur á einstökum vörutegundum er mikill, til dæmis er verð á rauðum eplum 364 prósentum hærra í 11/11 en í Bónus. Rétt er að taka fram að bæði í Bónus og Nettó var tilboð á Jonagold eplum. Kílóið kostaði 7 krónur í Nettó og 8 krónur í Krónunni. Mesti verðmunur á mjólk er 181 prósent og er hún einnig dýrust í 11/11. Egils Kristall er 72 prósentum dýrari í 10/11 og 11/11 en í Bónus. Minnstur er munurinn á verði á súrmjólk sem er 35 prósentum dýrari í 11/11 en í Bónus og verð á Rúbín kaffi er 35 prósentum hærra í 11/11 og Nóatúni en í Bónus. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að blaðamenn fóru í allar verslanirnar tíu á sama tíma. Farið var með vörurnar á kassa þar sem verðið var skannað inn. Þá gaf blaðamaður sig fram. Í flestum tilvikum fékk hann að skila vörunum en halda strimlinum, á tveimur stöðum var blaðamönnum gert að greiða fyrir vörurnar. Á listanum sem keypt var eftir var 21 vörutegund en tólf standa eftir. Ástæðan fyrir því eru misstórar og þar af leiðandi ósambærilegar pakkningar, til dæmis á kornflögum og þvottaefni, ófullnægjandi upplýsingar um magn á strimli, til dæmis á osti. Einnig var verðlagning á mismunandi forsendum, stykkjaverð/kílóaverð, til dæmis á agúrkum. Rétt er að taka fram að verðkönnun sem þessi mælir eingöngu verð vöru en ekki þá þjónustu sem veitt er í verslununum.
Innlent Neytendur Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira