Fjölskyldan heldur sér í formi 8. mars 2005 00:01 "Ég er búin að æfa karate síðastliðið eitt og hálft árið. Nú er ég í smá hléi því ég var að taka við nýju starfi og er með tvö lítil börn. Ég ætla að taka mér frí fram á haust því ég vil gera þetta vel. Ég þarf að mæta sextíu prósent til að fá að taka próf þannig að ég tók mér frekar hlé en að gera þetta illa. Ég er komin með appelsínugult belti og mér finnst þetta mjög góð líkamsrækt. Ég var orðin þreytt á að kaupa mér líkamsræktarkort og mæta fyrstu þrjá mánuðina og síðan ekki meir. Svo sá ég auglýsingu frá Karatedeild Breiðabliks og ákvað að skella mér," segir Hildur sem var liðtæk í körfubolta á sínum yngri árum. "Ég fer líka mikið í göngutúra með krakkana og finnst gaman að gera eitthvað til heilsubótar með þeim eins og að fara í sund eða hjóla. Þegar aðstæður bjóða upp á þá höfum við fjölskyldan líka farið á skíði," segir Hildur sem reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldu sinni. "Ég og maðurinn minn vinnum bæði mjög mikið og þegar við eigum tíma aflögu þá viljum við eyða tímanum með börnum okkar og ég læt þau ekki í pössun svo ég geti farið í líkamsrækt." Hildur og fjölskylda hennar spá líka aðeins í mataræðið á heimilinu. "Ég er mikill nautnaseggur, bæði í mat og sælgæti þannig að ég hugsa ekkert þannig um hvað ég læt ofan í mig. Það er frekar að ég reyni að hreyfa mig til að geta á móti borðað góðan mat. En við borðum frekar léttan mat á heimilinu því okkur finnst hann góður. Við borðum ekki mikið rautt kjöt heldur frekar kjúkling, ávexti og grænmeti." Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég er búin að æfa karate síðastliðið eitt og hálft árið. Nú er ég í smá hléi því ég var að taka við nýju starfi og er með tvö lítil börn. Ég ætla að taka mér frí fram á haust því ég vil gera þetta vel. Ég þarf að mæta sextíu prósent til að fá að taka próf þannig að ég tók mér frekar hlé en að gera þetta illa. Ég er komin með appelsínugult belti og mér finnst þetta mjög góð líkamsrækt. Ég var orðin þreytt á að kaupa mér líkamsræktarkort og mæta fyrstu þrjá mánuðina og síðan ekki meir. Svo sá ég auglýsingu frá Karatedeild Breiðabliks og ákvað að skella mér," segir Hildur sem var liðtæk í körfubolta á sínum yngri árum. "Ég fer líka mikið í göngutúra með krakkana og finnst gaman að gera eitthvað til heilsubótar með þeim eins og að fara í sund eða hjóla. Þegar aðstæður bjóða upp á þá höfum við fjölskyldan líka farið á skíði," segir Hildur sem reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldu sinni. "Ég og maðurinn minn vinnum bæði mjög mikið og þegar við eigum tíma aflögu þá viljum við eyða tímanum með börnum okkar og ég læt þau ekki í pössun svo ég geti farið í líkamsrækt." Hildur og fjölskylda hennar spá líka aðeins í mataræðið á heimilinu. "Ég er mikill nautnaseggur, bæði í mat og sælgæti þannig að ég hugsa ekkert þannig um hvað ég læt ofan í mig. Það er frekar að ég reyni að hreyfa mig til að geta á móti borðað góðan mat. En við borðum frekar léttan mat á heimilinu því okkur finnst hann góður. Við borðum ekki mikið rautt kjöt heldur frekar kjúkling, ávexti og grænmeti."
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira