Húrra fyrir löggunni! 11. mars 2005 00:01 Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennararnum mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið. Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann mundi brenna sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn. Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: "Mundu að fara varlega." Þetta fer ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg brot. En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafn mikið í taugarnar á okkur? Eða finnst okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lögreglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis? Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að bjarga þér frá því að lenda í slysi. Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni! Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennararnum mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið. Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann mundi brenna sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn. Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: "Mundu að fara varlega." Þetta fer ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg brot. En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafn mikið í taugarnar á okkur? Eða finnst okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lögreglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis? Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að bjarga þér frá því að lenda í slysi. Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni!
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira